Stúlka í rauðu

Við Særún komum við í Gerðarsafni í blíðunni í dag og skoðuðum tvær ljósmyndasýningar. Annars vegar árlega sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands og hins vegar sýning Páls Stefánssonar sem ber nafnið XXV X2.

Stúlka í rauðuÞað var gaman að koma í aðalsalinn. Strax við dyrnar tók á móti okkur mynd af stúlku í rauðum kjól sem stödd var í Firðinum.  Höfundur ljósmyndarinnar er Hornfirðingum af góðu kunnur, Sigurður Mar Halldórsson, ljósmyndari hjá Galdri.  Falleg mynd en þetta myndaveður í þokunni virðist heilla ljósmyndara, dulúð í þokunnar og spegilsléttur fjörður með eyjar í bakgrunni.  - Myndin  á sýningunni kemur í öðru formati á sýningunni en hér.

Mér fannst myndirnar sem teknar voru í leitinni af Þjóðverjunum tveim sem týndust á Svínafellsjökli bera af en þær náðu ekki að komast á pall í landslagsflokknum.

Særúnu fannst myndin af Silvíu Nótt og Ágústu Evu stílhreinust í sömu stúlku en hún var mynduð af Valgarði Gíslasyni hjá Fréttablaðinu.

Dómnefnd var gagnrýnin á innsendar myndir og ljósmyndara, daglegt líf fólks ekki nógu vel skráð og það vantar áskoranir í landslagsljósmyndum.

Á neðri hæð var Páll Stefánsson með ýmsar myndir frá síðasta ári, m.a. frá Vatnajökli,  Afríku og UNESCO myndir sínar en ég hef verið mikill aðdáandi nafna.  Páll hefur verið víðförull og myndað víða um heim.  Hann hefur verið með sýningu um lífið í Afríku. Um það segir hann í Fréttablaðinu í dag:  "Fólkið þar er svo glaðvært og glatt og laust við tilgerð og því er einstaklega gaman að mynda það. Á Vesturlöndum er gjarnan dregin upp afar neikvæð mynd af Afríku. Okkur er bara sýnd hungursneyð, stríð og volæði. Mig langar því að sýna aðra og jákvæðari hlið á álfunni með myndum mínum."

Það er eflaust mikið til í þessum orðum hjá nafna. Ég vil bara benda á færslu um ljósmyndarann Eto's sem kom fyrr í vikunni.

Myndirnar hjá nafna eru í litlu formati og til sölu. Þær ná því ekki að njóta sín eins vel og efni standa til og ekkert hefur verið átt við þær en það sást á myndunum á efri hæðinni að PhotoShop hefur komið mikið við sögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Heyrðu ! Þessa sýningu verð ég að sjá og vona að nýtilkomin sjósókn á fiskislóðir suðurnesjamanna gefi mér tóm til þess. Þessi mynd hans Sigurðar er nú bara frábær, maður finnur lyktina af þaranum svei mér þá, og svo er red velvet og berar axlir og berir fjörusteinar úlllalla.... það voru seint gleymd forréttindi að hafa fengið að búa við þetta fjöruborð í 5 ár og útsýnið til hólmanna á Firðinum og lengra til jökla þegar þokan, þessi ólíkinda hættulega seiðandi hula var víðs fjarri.

Jóhannes Einarsson, 3.3.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: GK

Sæll vertu. Ég er sammála þér í því að mér fannst margar myndir á sýningunni of mikið unnar. Snilldin á auðvitað að felast í því að eiga sem minnst við myndina eftirá.

GK, 6.3.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 218
  • Frá upphafi: 234862

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 189
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband