Into The Wild ****

Fór á sunnudagskvöldið í útilegu í Háskólabíó. Kvikmyndin Into The Wild leikstýrð af Sean Penn og byggð á sögu klifrarans Jon Krakauer sendi mig nokkrum sinnum út í óbyggðirnar. Ég fór ásamt félaga mínum, útivistarmanninum og klifraranum Pétri Ásbjörnssyni og var klæddur við hæfi, í gönguskóm, mosagrænum CRAG göngubuxum og safarískyrtu.

into the wildMyndin er tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna. Fyrir klippingu og hinn 83 ára Hal Holbrook fer á kostum  í aukahlutverki í lok myndarinnar og á sannarlega verðlaun skilin fyrir túlkun sína á Franz, einum af sérstökum persónum sem söguhetjan kynnist á óvissuferð sinni. 

Í stuttu máli fjallar myndinn um ferðalag Christophers McCandless, efnispilts sem gerir uppreisn gegn fjölskyldu sinni, lífsgæðakapphlaupinu og kerfinu eftir útskrift úr menntaskóla. Hann yfirgefur fjölskylduna án þess að kveðja og leggst á flakk um Bandaríkin. Á ferðalaginu hittir hann mikið af skrautlegu fólki og hefur jákvæð áhrif á alla. Hann stefnir norður, til Alaska.  Þar dvelur hann við harðan kost yfir vetur og gerir upp líf sitt. Hann les fagurbókmenntir og kemst að tilgangi lífsins. Deila hamingjunni.  Í lokin hefst mikil barátta hjá söguhetjunni um hvort hann lifir vistina í óbyggðunum af eða ekki. Ég hvet lesendur til að fara í gott ferðalag um Bandaríkin og sjá hvort lífið eða dauðinn sigrar.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og skrifaði fjallapenninn Jon Krakauer samnefnda bók  um ferðalanginn. Krakauer er hins vegar umdeildur rithöfundur með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. M.a. hefur bókin, Into Thin Air, sem hann skrifaði um Everest leiðangurinn 1996 fengið gagnrýni fyrir það.   

Myndin minnti mig á hina frægu mynd Brokeback Mountain (2005) hvað fjallasýn og frelsi varðar. Því er líklega komin hefð fyrir óbyggðamyndum frá Hollywood, hvenær verður saga Fjalla-Eyvindar kvikmynduð hér á landi. Eyvindur fer að komast í tísku!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233603

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband