18.2.2008 | 13:40
Færeyjar - Ísland 87-80
Færeyingar höfðu sigur í könnun National Geographic um bestu eyjurnar í veröldinni. Urðu nokkru hærri en Íslendingar, hlutu 87 stig en við enduðum með 80.
Í umsögn um Færeyjar kemur fram að eyjarnar eru vinalegar og óspilltar. Fjarlægar og svalar, einnig lausar við alltof mikið af ferðamönnum. Athyglisverðar hafnir og fossar.
Fossar? Ekki hef ég heyrt það fyrr. Það eru fá stöðuvötn í Færeyjum og úrkoma rennur niður brattar hlíðarnar. Þetta eru litir fossar eða lækir. Eflaust mjög sjarmerandi. Ég fór því að leita að færeyskum fossum og fann þennan foss, Fossá en hann þykir einna tilkomumestur. Hann er alls 140 metra hár og lengsta bunan er 61 metri að lengd. Til samanburðar er Glymur í Botnsá, 190 metra hár.
Við töpum um 15 fossum þegar Jökulsá á Fljótsdal er þurrkuð upp, nokkrir af þeim fossum eru mjög tignarlegir og á heimsmælikvarða. Einn af þeim er Kirkjufoss sem Íslandshreyfingin byggði kosningabaráttu sína á. Hann er glæsilegur þrepa foss.
Hér er mynd af Fossá í Færeyjum.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 5
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 247
- Frá upphafi: 234808
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Palli þetta eru flottar færslur hjá þér. Fór til Færeyja í haust á Vestnorden. Mér finnst mest verðmæti í fólkinu, einstaklega vinalegt. Ég er nú sammála þér með það að við höfum vinninginn með fegurð fossanna. Mbk.
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.2.2008 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.