30.1.2008 | 20:40
Háfjallaveiki
Mikið var ég glaður er ég las grein í Mogganum í vikunni um háfjallaveiki sem er eitt óþægilegasta ástand sem hægt er að hugsa sér.
Fjallamennirnir og læknarnir Michael Grocott og Oswald Oelz héldu erindi á ráðstefnu Læknafélags Íslands. Þeir sögðu þar að ekkert bendi til þess að úrvals íþróttamenn þoli þunnt fjallaloft betur en annað fólk sem er í sæmilegu formi.
Þetta eru stórgóðar fréttir fyrir mig, manninn í sæmilega forminu. Ég á því enn möguleika á að klífa hæstu tinda veraldar. Til þess að finna út hvort ég hafi líkamsburði í Everest þá þarf ég að prófa mig áfram, fara á sífellt hærri fjöll. Gott að hefja rannsóknir á ferð í Alpana. Sleppi ég vel frá þeim, þá stefnir maður á næsta þrep!
Grocott útskýrir þessi fræði þannig:
"Miklir íþróttamenn hafa líkama sem getur afkastað mjög mikilli vinnu, t.d. hlaupið hratt í langan tíma, þegar hann fær nóg af súrefni. En önnur lögmál eiga við í þunnu loftslagi, þar sem súrefni er af skornum skammti. Þar þarf líkaminn að geta skilað tiltekinni vinnu á því takmarkaða magni súrefnis sem er í boði."
Lausnin gæti verið að finna í frumustiginu, eða jafnvel í mismunandi hvatberum.
Nú er lag að kanna hvatberana í skrokknum!
Hæðarmet mitt er 3.593 metra hæð og fór vel um hvatberana á El Teide. Man að hjartað sló örara en á ströndinni.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 233602
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.