28.1.2008 | 23:27
Sólarkaffi
Sá í fréttum að Siglfirðinga voru að fagna því að sjá sólina. Þeir halda hátíð mikla, sólarkaffi.
En það eru fleiri en Siglfirðingar sem sjá ekki til sólar yfir svartasta skammdegið. Einn bær, Syðri-Fjörður í Lóni er ekki vel staðsettur m.t.t sólbaða.
Sólargangur er einna stystur í Syðra-Firði á byggðu bóli hérlendis og orti Eiríkur Guðmundsson bóndir þar 1904-1920 eftirfarandi vísur sem orðið hafa lífseigar:
Mikaels frá messudegi
miðrar góu til
í Syðra-Firði sólin eigi
sést það tímabil.
Lengi að þreyja í þessum skugga.
þykir mörgum hart,
samt er á mínum sálarglugga
sæmilega bjart.
Mikalesmessa eða Mikjálsmessa hefst 29. september og mið góa er í byrjun mars.
Heimild: Árbók FÍ 1993.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisvert. Seyðfirðingar fá sítt sólarkaffi 18. febrúar.
Flottar vísur.
Jón Halldór Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 15:42
Alltaf verið mikil skáld í og úr Lóninu Kristján Eldjárn notaði þessa vísu einu sinni í áramótaræðu, þegar honum fannst of mikill barlómur í landanum. Mbk.
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.1.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.