Baggalútur fer á kostum um framsókn

Þeir Baggalútsmenn fara á kostum yfir vandræðum framsóknarmanna. Nýjasta fréttina á vefnum þeirra, www.baggalutur.is segir allt sem segja þarf um vandræði flokksins.

Hér er fréttin magnaða:

Óvenju fjölmennur hópur framsóknarmanna gerði snemma í morgun húsleit á heimili Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa með það fyrir augum að endurheimta ýmsan klæðnað og varning sem Björn mun hafa sankað að sér á kostnað Framsóknarflokksins um árabil.

Gerði hópurinn upptæk 12 pör af ullarsokkum, tvennar gammósíur, þrjú pör af vettlingum og um tylft lopahúfna og lambhússettna. Einnig fannst forláta skautbúningur í yfirstærð og litrík náttföt skreytt myndum af fráfarandi formönnum flokksins.

Þá fannst töluvert magn borðbúnaðar merktum Bændahöllinni, en eftirtekt vakti að í það vantaði allnokkuð af hnífum.

Björn Ingi kaus að tjá sig við fjölmiðla á MSN, og sagði málið „mannlegan harmleik“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 234559

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband