16.1.2008 | 21:32
Þorrablót brottfluttra Hornfirðinga
Nú styttist í Þorrann. Skemmtilegast við Þorrann og mótvægi við þrælinn eru Þorrablótin. Þá snæði ég uppáhalds mat minn, þorramat. Hárkarl með brennivíni og harðfiskur með smjöri er toppurnn. Síðustu 29 ár hafa brottfluttir Hornfirðingar haldið þorrablót á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa oft tekist mjög vel. Síðasta blót var mjög gott og ætla ég að mæta í veisluna í næsta mánuði. Ég skora á Hornfirðinga búsetta á höfuðborgarsvæðinu að skunda til leiks. Þeir verða ekki sviknir.
Hér er bréf sem ég fékk frá Þorrablótsnefndinni og birti það hér án leyfis.
Frá Þorrablótsnefnd brottfluttra Hornfirðinga
Kæri/ kæra Sigurpáll Ingibergsson
Nú er komið að þrítugasta þorrablóti Hornfirðinga á stórreyjavíkursvæðinu. Af því tilefni ætlum við að hafa veglegt þorrablót þann 9. febrúar næstkomandi. Blótað verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi eins og undanfarin ár en þau hafa nú nokkur blótin verið haldin í því ágæta húsi.
Við viljum hvetja fólk til að skrá sig á heimasíðu nefndarinnar en urlið er http://www.xblot.net
Á þessari síðu munum við leitast við að færa fréttir af framgangi mála og allar upplýsingar hvað varðar blótið munu koma þarna fram smátt og smátt.
Skráningin er sem sagt hafin og hvetjum við sem flesta að skrá sig sem fyrst.
Nefndin
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.7.): 5
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 176
- Frá upphafi: 236590
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 124
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Táknrænn er þessi sviðahaus,fyrir þorrablót.Sviðahausinn minnir einnig á þann óskapnað sem að einn Hornfirðingur hefir komið að,en það er stríðsglæpamaðurinn Halldór Ásgrímsson,hvað ætli margir hafi sviðið til bana í Írak .Þið hljótið að vera stoltir að eiga þann mann að.Veit að þessi skrif eru ekki viðeigandi,en sviðahausinn kveikti á þessari löngun að skrifa þetta.
jensen (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:37
Ekki vissi ég að Halldór hefði verið í Írak. Ef svo er er hann ekki allur þar sem hann er séður.
En í fúlustu alvöru, hr. Jensen. Er þetta ekki ósmekklegt innlegg hjá þér?
Jón Halldór Guðmundsson, 17.1.2008 kl. 09:48
Líklegast einsog þú veist Jón Halldór,þá voru það Davíð og Halldór sem ákvörðuðu það fyrir hönd þjóðar vorrar,að ´Islendingar styddu ákvörðun um að vera með í þessum óhugnaði í Írak..Jú það skal viðurkennast að þetta er ósmekklegt,hjá mér.
jensen (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:28
Þó sviðahausinn valdi miklu rennsli munnvatns, verð ég að hnykkja á áliti Jenssens hér að ofan en jafnframt taka fram, að hafi Halldór gerst stríðsglæpamaður var það ekki í nafni okkar sem þetta hérað byggjum.
Sigurpáll og þeir semþetta lesa. Ég vil minna á bridgemótið í Þórbergssetri fyrstu helgina í apríl.
Þórbergur Torfason, 20.1.2008 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.