Alfræðirit Arsenal

Encyclopaedia Britannica er líklegasta þekktasta alfræðibók veraldar. Frjálsa stafræna alfræðiritið Wikipedia er orðin mjög öflugur miðill á Netinu. Uppáhalds alfræðirit Arsenal-manna er að sjálfsögðu The Official Arsenal Encyclopedia.

Í knattspyrnuferðalagi á Emirates Stadium í desember keypti ég mér eintak af alfræðiritinu sem geymir upplýsingar frá A-Z um sigursælasta félag heimsborgarinnar London.  Að sjálfsögðu var fyrst flett upp á I fyrir ICELAND.  Þeir alfræðiritstjórar eru ánægðir með Arsenalklúbbinn á Íslandi. Það var gaman að lesa  staðreyndina um fjöldann í klúbbnum og hversu hrifnir þeir eru af fyrrum stjórnarmanni úr Vestmannaeyjum, Jóhanni Frey Ragnarssyni. Öllum uppátækjum hans og eldmóði. Það er minnst á fjallgöngu á hæsta tind Íslands og fánahillingu á toppnum eftir deildarsigurinn magnaða 2004. Staðreyndir hafa aðeins skolast til með leiðangursmenn en sagan um fjallgönguna er rétt. Nú stefnir í ferð hjá Arsenalmönnum á næsta ári á Hvannadalshnjúk!   Hér meðfylgjandi er umsögnin um ICELAND í Arsenal alfræðiritinu og mynd tekin af fánahillingu í 2.119 metra hæð, 12. júní 2004 kl. 05:25. 

Iceland

 Fánahilling

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigurpáll Ingibergsson, Halldóra Ingibergsdóttir, Halldór Pétursson og  Kjartan Páll Magnússon. Tindurinn Þumall sem kom fyrir í ÚtSvar í gær er á milli Halldórs og Kjartans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband