30.11.2007 | 11:20
Hvítanesjól - 20 ár frá strandi Hvítanes í Hornafjarðarósi
Brátt verða 20 ár síðan Hvítanesið strandaði í Hornafjarðarósi og hélt þar til yfir jólahátíðina. Strandið rifjaðist upp fyrir mér eftir óhapp flutningaskipsins Axels við Borgeyjarboða í vikunni. En Hornafjarðarós hefur orft verið erfiður í samskiptum manns og náttúru.
Hvítanesið strandaði þann 22. desember 1987 og komst á flot á nýjársdag. Mér eru þessi jól eftirminnileg út af því að það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði um hádegið var að gá að Hvítanesi til að sjá hvernig það hefði það í Ósnum. En útsýni yfir Ósinn er fínt af Fiskhólnum. Fyrst var farið út í glugga og vetvangurinn skoðaður síðan var ekið út í Ósland og frétta aflað. Það voru fleiri en ég sem fylgdust með björgunaraðgerðum. Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki í Óslandi. Björn Lóðs og skipverjar fóru margar ferðir á milli bryggju og skips en á því stóð stórum stöfum BACALAO ISLANDIA. Síðan kom Ljósafoss milli hátíða og tók þátt í affermingu á saltfisk. Brennan varð einnig minnisstæð en skipið var í bakgrunni en þá var stutt í frelsið. Man að veður var hagstætt, rauð jól. Þetta var sannkallað jólastrand og í minningunni eru þetta Hvítanesjólin, þó rauð væru!
Í Morgunblaðinu, 5. janúar 1988 segir þetta um strandið:
TAP Nesskipa vegna strands Hvítaness við Höfn í Hornafirði nemur um 6-7 milljónum, að sögn Guðmundar Ásgeirssonar forstjóra. Er þetta aðallega vegna rekstrartaps en skipið var á strandstað frá 22 desember til 1. janúar. Kostnaður viðað losa skipið af strandstað fellur á tryggingafélög skipsins og sagðist Guðmundur ekki vita hve mikill sá kostnaður yrði en það yrðu einhverjar milljónir.
Hvítanesið losnaði af strandstað á nýársdag og sagði Guðmundur að skipið hefði ekki verið mikið skemmt. Gert var við skipið til bráðabirgða og átti það síðan að fara áleiðis til Portúgal og Spánar í gærkvöldi eða nótt. Skipið fer síðan í viðgerð. Hvítanes var með 1100 tonn af saltfiski innanborðs þegar það strandaði og var stórum hluta farmsins skipað upp í Ljósafoss. Einnig komst vatn í neðstu saltfisklög á 87 brettum og verður sá saltfiskur endurunninn.
Sjópróf vegna strandsins fóru fram í gær á Höfn. Guðmundur sagði að aðalorsök strandsins hefði verið talsvert innfall eftir að háflæði var samkvæmt almanaki. Þegar skipinu var siglt inn í Hornafjarðarós og því beygt fyrir svokallaðan Arnarfjörutanga, hafi aðfallið lent á skipinu og hrakið það upp á grynningar áður en það komst í innsiglingarrennuna. Guðmundur sagði að hafnsögumaður hefði verið um borð.
Björn Lóðs í einni ferðinni á milli bryggju og Hvítanes.
Útsýni frá Fiskhól. Gróðurhúsaáhrifin komin til Hornafjarðar. Ekki snjókorn að sjá.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.