Jólahlaðborð Stika á Hótel Loftleiðum

Jólahlaðborð eru ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. Veðrið kom skemmtilega inn í stemminguna í gær, kalt og snjáföl.   

Það var densilegt jólahlaðborðið í Víkingasalnum á Loftleiðum, fyrir utan gluggan voru einkaþotur auðmanna í brúðkaupi aldarinnar.  Fyrst var farið í síldarforréttina. Boðið var upp á hátt í tuttugu útfærslur á síld og var hver annari betri. En danski síldarrétturinn með rauðrófum og Álaborgarákavíti skoruðu hátt. Marentza Poulsen smurbrauðsdama leiddi okkur í gegnum hlaðborðið sem er að danskri fyrirmynd. Hún staldraði sérstaklega vel við síldarréttina.  Fínt að upplifa danska stemmingu fyrir leik HK og FCK á eftir í Evrópukeppninni.

Næst var farið í laxinn, grafinn, ógrafinn og heilreykur. Hann klikkar aldrei. Heilreykti laxinn skapaði heilmiklar umræður en hann hefur lítið sésti í verslunum undanfarið en ekki var laust við að nostalgía gripi um menn. 

Síðan var farið í aðalréttina og var boðið upp á íslenskt fjallalamb sem klikkar aldrei. Einnig purusteik og reykt öld.  Í síðari ferðinni hitti ég á góðan andarbita og var hann stórmagnaður, bráðnaði í munninum. Með þessu var drukkið Portúgalskt rauðvin, vel eikað og passaði vel við.  Ávallt eru einhverjar tilraunir. Ég smakkaði á eplum í lauksósu. Áttaði mig ekki á því hvað stóð þarna á bakvið en mér finnst rautt epli betra óbrasað. Ég saknaði sviðasultunnar.

Að lokum voru eftirréttir heimsóttir. Þarna var hægt að búa til kúluís en hrísgrjórnaréttur með sultu endaði þetta frábærlega.  

Undir borðum spiluðu og sungu tónlistarmennirnir Helga Möller og Magnús Kjartansson þekkta slagara.

Fínt kvöld. 

Mynd fengin að láni frá nonniblogg.blog.is

wjt_161107_jsm1453


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband