4.11.2007 | 10:34
Smjörklípuaðferðin
Var Webb hliðhollur Arsenal?
Ekki sáum við Arsenal menn það á Players. Webb skemmdi leikinn með sífelldu flauti og braut niður flæðið í leiknum. Það hefðu verið dæmd tvö víti á Old Trafford. Hið fyrra þegar Hleb var togaður niður af Vidic og síðara þegar Clichy sendi knöttin fyrir og hönd varnarmanns United stöðvaði sendinguna.
Ferguson hefur lært lexíu af Davíð Oddsyni, Smjörklípuaðferðina. Smjörklípuaðferðin kallaði Davíð Oddson það þegar menn reyna að draga athyglina frá erfiðum málum.
Hugmyndina fékk hann þegar frænka hans sagði honum á barnsaldri hvernig hún færi að því að sefa köttinn sinn þegar hann væri með uppivöðslu. Hún kvaðst þá hafa tekið væna smjörklípu og drepið í feld kattarins. Hann hefði þá verið upptekinn langtímum saman við að sleikja af sér ósómann. Frænkan fékk frið á meðan.
Efnislega var Davíð segja að þegar hann væri undir ágjöf frá andstæðingum þá tæki hann vænan skammt af skít og drullu og klíndi opinberlega á einhvern sem lægi vel við sendingu - og sjálfur fengi hann frið á meðan.
Semsagt, Ferguson klínir smjöri á dómarann til að verja slæm mistök sjálfs síns í innáskiptingum eða varnarmistök.
Ferguson: Dómarinn var hlutdrægur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 233604
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að segja að seinna markið hjá Arsenal hefði átt að vera ógilt er kjaftæði,í fyrra markinu hjá Man Utd var Arsenal maður togaður niður. Ferguson er bara fúll yfir því að þeir töpuðu 2 stigum á loka mínútunum.
Elli (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 11:57
ég bara SKIL ekki hvernig þið getið verið að hrópa yfir því að það boltinn hafi verið handleikinn af Hargreaves og víti réttlætanlegt, höndin á honum niðri, boltanum sparkað í hendina á honum af svona 50cm færi = Ekki neitt, ekki einu sinni til að ræða
Atvikið með Vidic er hægt að deila um, var þetta brot eða bara meistaralega gert hjá honum?
Auðvitað er kallinn ósattur með að missa 2 stig á uppbótartíma þegar liðið hans var búið að koma sér 2svar í forustu
Arsenal heppið með stigið, heildina séð sanngjörn úrslit
Magnús Karl (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 05:23
Sæll Sigurpáll. Veit ekkert hvað þú ert að fara þegar þú talar um eitthvað Arsenal og Ferguson og allt þetta. En gott væri að fá fréttir af Sindra. Veit þó að Albert er löngu hættur með liðið, en hef ekki hugmynd um hver heldur keflinu á lofti.
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.11.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.