17.10.2007 | 23:42
Er nú spyrillinn þurrausinn?
Var að horfa á bókaþáttinn Kiljuna í kvöld. Einn gesta þáttarins var Matthías Johannessen ritstjóri. Egill og Matthías áttu skemmtilegt spjall saman. Gaman að heyra afstöðu Matthíasar á birtingu á efni eftir sig á Netinu, matthias.is.
Fyrir stuttu las ég bókina Við Þórbergur eftir Gylfa Gröndal en þar segir Margrét Jónsdóttir ekkja Þórbergs Þórðarsonar frá. Það er létt og skemmtileg bók.
Það er gaman að sjá sjónarhorn Margrétar á atburðum. Hún segir þar frá viðtali sem ungur maður, hár vexti og ljóshærður, bjartur yfirlitum og drengjalegur á við Þórberg fyrir tímaritið Helgafell í tilefni af sjötugsafmæli hans. Matthías Johannessen hét ungi maðurinn og kemur aftur og aftur í heimsókn til þeirra hjóna. Smátt og smátt breyttist blaðaviðtalið í heila bók. Viðtalsbókin koma út á afmælisdegi Þórbergs, hinn 12. mars 1959, þegar hann varð sjötugur. Í kompaníi við allífið hét hún. Matthías skrifaði fleiri viðtalsbækur og eflaust er það rétt sem Egill sagði í þættinum í kvöld að þær séu ein mesta snilld í íslenskri blaðamennsku.
Eitt sinn var Matthías búinn að þræla sér svo út fyrir andskotans íhaldið, að hann sat kúguppgefinn í stólnum og steinþagði:
Þá segir Þórbergur: "Er nú spyrillinn alveg orðinn þurrausinn?"
Þarna heyrðist orðið spyrill í fyrsta skipti, því að Þórbergur bjó það til. Þetta var ekki eina orðið sem nýyrðasmiðurinn Þórbergur bjó til á farsælli æfi.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 5
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 233624
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.