Heima ****

Við Særún fórum í Háskólabíó í gærkveldi og borguðum fyrir minnisstæða tónleika í Öxnadal 28. júlí 2006. Það var skemmtileg sveitastemming undir Hrauntindinum hjá bænum Hálsi hvar Jónas Hallgrímsson ólst upp stutt frá. Bílarnir keyrðu í röð  inn á nýslegið túnið og lögðu í skipulagðar raðir sem markaðar voru af hvítum heyböggum. Síðan var rölt yfir hæð og við blasti bálköstur og svið úti á miðju túni. Fólkið streymdi að, börn, mömmur og pabbar, afar og ömmur, einnig hundar. Fólk var klætt í íslenskar lopapeysur og sumir höfðu með sér teppi.  Það var glæsileg stund þegar álfarnir í Sigur Rós og álfkonurnar í Amiinu gengu að sviðinu og hófu tónleikana af miklum krafti.

SRHals

 

Myndin Heima er afurð af frumlegu tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar sumarið 2006 og spilar landslagið stórt hlutverk. Flest lögin eru af plötunum Ágætis byrjun og Takk. Tónleikar voru haldnir á óvenjulegum og fámennu stöðum t.d. Djúpavík, Ásbyrgi og Kárahnjúkum. Einnig var komið við í Selárdal og tekið áhrifaríkt lag innan um listaverkin hans Samúels. Einnig er komið við á þéttbýlisstöðum, Ísafirði, Seyðisfirði og endað á Miklatúní í Reykjavík. Mörg skot eru af jöklunum á Skeiðarársandi og umhverfi hans. Kvikmyndatökulið tók glæsileg skot á Jökulsárlóni. En það vantaði bara að halda tónleika á svæðinu. Myndin er dulin áróðursmynd með góðan umhverfisboðskap. 

Sigur Rós flytur tónlist sína á  Íslensku en viðtöl við hljómsveitarmeðlimi eru á bjagaðri ensku. Snillingarnir í hljómsveitinni virðast vera feimnir. Viðtölin koma skringilega út og frasinn "you know" er of algengur. En að sama skapi gera viðtölin myndina persónulegri. Hljómgæðin voru mjög góð og hátalarar voru hátt stilltir í kvikmyndasalnum. Stemmingin sem skapaðist var góð.

Í myndinni er einnig farið í bakgrunn sveitarinnar og pælingar þeirra. Þeir eru óhræddir að prófa ný hljóðfæri, t.d. steinhörpu Páls í Húsafelli og notast við rímnakveðskap. Steindór Andersen kemur fram í einu rímnalagi, sem og kvæðakórinn Iðunn.  En náttúrulegasta lagið á Vatnajökull sjálfur, smellirnir í honum eru magnaðir þegar hann skríður fram á sandinn.  Það er því ekki furða að þeir hafi nýlega fengið verðlaun fyrir sérkennilegasta hljóminn á merkri tónlistaverðlaunahátíð.

Endirinn er athyglisverður, þegar efnislistinn rennur yfir, spilar sveitin tilfinningaþrungið lag. Allir gestir sátu sem fastast hugfangnir af laginu og hef ég ekki upplifað slíka setu áður meðan stafir birtast á skjá.

Við Særún segjum eftir þessa áhrifamiklu sýningu. Takk 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 364
  • Frá upphafi: 232821

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 325
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband