Wuhan - Kínversk menningarhátíð í Kópavogi

Kínversk menningarhátíð stendur nú yfir í Kópavogi. Hún hefur ekki farið framhjá Kópavogsbúum. Mesta athygli hefur Loftfimleikaflokkur Wuhan hlotið. Ég náði ekki að sjá listir hans en í dag skrapp ég á fjölskylduhátíð í Vetrargarðinum í Smáralind. Það var Kínversk stemming í dalnum.

Staðsetning WuhanÁ milli atriða skoðaði ég ljósmyndir frá stórborginni Wuhan höfuðborg héraðsins Hubei í innanverðu Kína. Myndirnar sýndu  nýleg risa mannvirki og gamlar byggingar í bland. Þeir eiga góðan söguarf í Wuhan enda elsta borgin byggð fyrir 3.500 árum og búseta hófst fyrir fimm til sex þúsund árum.  Ef fólk sást á myndunum þá var það vel alið, efnað og hamingjusamt. Wuhan er nú orðin afar þýðingarmikil miðstöð innri héraða landsins fyrir alhliða iðnað, stál- og járniðnað, bifreiðaframleiðslu og hátækniiðnað sem og fjárfestingar, samgöngur og þekkingaröflun. Um 700 þúsund háskólanemar stunda nám. Ljósmyndirnar á sýningunni endurspegluðu þetta. Velmegun, tækni, menntun og frelsi. Engin fátækt og mengun var sjáanleg. Meira að segja var mynd af hvíta baiji höfrungnum sem nú er talinn útdauður. Árið 1911 hófst í Wuhan byltingin sem losaði þegna kína við 2000 ára keisaraveldi. Því er borgin gjarnan kölluð; "the city of Republic".

Í heimsókninni undirrituðu Gunnar Ingi Birgisson og fulltrúi frá Wuhan vinabæjarsamkomulag. Íbúafjöldi Wuhan er 8,6 milljónir og heildarflatamál hennar er 8.494 ferkílómetrar sem er svipað og Vatnajökull að stærð. Lögun hennar minnir á fiðrildi. Þessi fólksfjöldi dugar í sjötta sæti yfir fjölmennustu borgir Kína.

Borgarstæðið kemur til af náttúrulegum forsendum. Þriðja stærsta fljót heims Chiang Jiang (Yangtze) og stærsta þverá þess, Hanjilang mætast á þessum stað og mynda þrjú nátturuleg virki, Hanchang, Hankou og Hanyang, sem mynda í sameiningu Wuhan samtímans.  Borgin er einnig kölluð "A city of Lakes".

Semsagt fróðleg og góð kínastund í Smáralind.  

Það er gott að búa í Whuan! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 233596

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband