1.10.2007 | 22:30
Haustlitir į Žingvöllum
Į forsķšu Morgunblašsins og Fréttablašsins ķ morgun voru haustlitamyndir ķ ašalhlutverki. Stęrstu blöš landsins sammįla um aš haustiš sé komiš. Ég var svo heppinn aš komast ķ haustferš į Žingvelli į laugardaginn meš starfsfólki hjį Sżslumanni Kópavogs. Leišsögumašur var hinn fróši lagaprófessor Siguršur Lķndal.
Feršalagiš į Žingvöllum hófst ķ Fręšslusetrinu og sķšan var gengiš aš Hakinu og Žingvallavatn og stórbrotiš umhverfi skošaš ķ tęrum haustlitunum. Žašan var haldiš nišur ķ Almannagjį og stansaš viš mörk efri og nešri gjįr en bśiš er aš jafna skilin śt. Siguršur rakti sögu gjįnna og vitnaši ķ Njįlu.
"Menn žeirra Bjarna og Flosa gengu eftir. Menn Eyjólfs gengu og meš honum. Žeir bįšu žį vera uppi į gjįrbakkanum og sjįst žašan um. Žeir Flosi gengu žar til er žeir koma žar er gatan liggur ofan af hinni efri gjįnni. Flosi kvaš žar gott aš sitja og mega vķša sjį. Žeir settust žį nišur. Žeir voru žar fjórir menn saman og eigi fleiri." Njįla, 138 kafli.
Höfundur Njįlu hefur veriš vel staškunnur į Žingvöllum.
Sķšan var feršast į milli merkra staša į Žingvöllum. Staldraš viš Lögberg, gengiš framhjį Snorrabśš, meštekinn fróšleikur um Drekkingarhyl og staldraš viš Lögréttu.
Žašan var haldiš aš Spönginni ķ leitinni aš Lögbergi.
Spöngin heitir langur hraunrimi į milli Flosagjį og Nikulįsargjį. Žar töldu menn į 18. og fram eftir 19. öld aš Lögberg hefši stašiš fyrst eftir aš Alžingi var stofnaš.
Ķ ljóšinu Ķsland eftir Jónas Hallgrķmsson kemur sį skilningur vel fram. Žaš var samiš įriš 1835 og er hér sķšasta hendingin.
En į eldhrauni upp, žar sem enn žį Öxarį rennur
ofan ķ Almannagjį, alžing er horfiš į braut.
Nś er hśn Snorrabśš stekkur og lyngiš į lögbergi helga
blįnar af berjum hvurt įr, börnum og hröfnum aš leik.
Ó, žér unglingafjöld og Ķslands fulloršnu synir!
Svona er fešranna fręgš fallin ķ gleymsku og dį!
Žaš var gaman aš feršast milli merkra staša į Žingvöllum meš góšu fólki. Lögspekingurinn Siguršur Lķndal sendi okkur milli stóratburša aldanna og taldi upp marga merka menn. Einnig var óspart vitnaši ķ żmis merk rit, Njįlu, Jónsbók og Grįgįs.
Aš lokum var komiš viš ķ Valhöll og snęddur silungur ķ anda vatnsins.
Um bloggiš
Sigurpáll Ingibergsson
Fęrsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbśm
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frį upphafi: 233597
Annaš
- Innlit ķ dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir ķ dag: 5
- IP-tölur ķ dag: 5
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Athugasemdir
Sęll Sigurpįll. Jį haustlitirnir eru įkaflega fallegir samanber Svarfašardalur. Į žvķ mišur ekki mynd af honum ķ haustlitum en hann er greyptur ķ hugann. Hér fyrir austan eru haustlitirnir lķka mjög sterkir og fallegir. Mér finnst žessi įrstķmi ekki sķšri en voriš ef tekiš er tillit til litadżršar.
Žórbergur Torfason, 1.10.2007 kl. 22:49
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.