1.10.2007 | 22:30
Haustlitir á Þingvöllum
Á forsíðu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins í morgun voru haustlitamyndir í aðalhlutverki. Stærstu blöð landsins sammála um að haustið sé komið. Ég var svo heppinn að komast í haustferð á Þingvelli á laugardaginn með starfsfólki hjá Sýslumanni Kópavogs. Leiðsögumaður var hinn fróði lagaprófessor Sigurður Líndal.
Ferðalagið á Þingvöllum hófst í Fræðslusetrinu og síðan var gengið að Hakinu og Þingvallavatn og stórbrotið umhverfi skoðað í tærum haustlitunum. Þaðan var haldið niður í Almannagjá og stansað við mörk efri og neðri gjár en búið er að jafna skilin út. Sigurður rakti sögu gjánna og vitnaði í Njálu.
"Menn þeirra Bjarna og Flosa gengu eftir. Menn Eyjólfs gengu og með honum. Þeir báðu þá vera uppi á gjárbakkanum og sjást þaðan um. Þeir Flosi gengu þar til er þeir koma þar er gatan liggur ofan af hinni efri gjánni. Flosi kvað þar gott að sitja og mega víða sjá. Þeir settust þá niður. Þeir voru þar fjórir menn saman og eigi fleiri." Njála, 138 kafli.
Höfundur Njálu hefur verið vel staðkunnur á Þingvöllum.
Síðan var ferðast á milli merkra staða á Þingvöllum. Staldrað við Lögberg, gengið framhjá Snorrabúð, meðtekinn fróðleikur um Drekkingarhyl og staldrað við Lögréttu.
Þaðan var haldið að Spönginni í leitinni að Lögbergi.
Spöngin heitir langur hraunrimi á milli Flosagjá og Nikulásargjá. Þar töldu menn á 18. og fram eftir 19. öld að Lögberg hefði staðið fyrst eftir að Alþingi var stofnað.
Í ljóðinu Ísland eftir Jónas Hallgrímsson kemur sá skilningur vel fram. Það var samið árið 1835 og er hér síðasta hendingin.
En á eldhrauni upp, þar sem enn þá Öxará rennur
ofan í Almannagjá, alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur og lyngið á lögbergi helga
blánar af berjum hvurt ár, börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglingafjöld og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð fallin í gleymsku og dá!
Það var gaman að ferðast milli merkra staða á Þingvöllum með góðu fólki. Lögspekingurinn Sigurður Líndal sendi okkur milli stóratburða aldanna og taldi upp marga merka menn. Einnig var óspart vitnaði í ýmis merk rit, Njálu, Jónsbók og Grágás.
Að lokum var komið við í Valhöll og snæddur silungur í anda vatnsins.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 7
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 234893
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurpáll. Já haustlitirnir eru ákaflega fallegir samanber Svarfaðardalur. Á því miður ekki mynd af honum í haustlitum en hann er greyptur í hugann. Hér fyrir austan eru haustlitirnir líka mjög sterkir og fallegir. Mér finnst þessi árstími ekki síðri en vorið ef tekið er tillit til litadýrðar.
Þórbergur Torfason, 1.10.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.