23.9.2007 | 01:26
Emmanuel Adebayor - Dressed to Thrill
Ade, Ade, sungu áhorfendur á Emirates Stadium í febrúar á síðustu leiktíð. Arsenal var undir í leik á móti Wigan og framlínan þurfti hjálp, hún þurfti einhver töfrabrögð. Tógóbúinn Emmanuel Adebayor var svarið. Hann kom inná fljótlega í síðari hálfleik og hóf að hrekkja varnarmenn Wigan með boltatækni sinni. Þeir vörðust vel en á 81. mínútu jöfnuðust leikar og skömmu síðar skoraði Rosicky fyrsta deildarmark sitt og sigurmarkið eftir góðan undirbúning frá Adebayor.
Þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá á Emirates Stadium og í febrúarhefti tímaritsins Arsenal - The Official Magazine var Emmanuel Adebayor á forsíðu skælbrosandi, klæddur eftir nýjustu tísku og fyrirsögnin - Striking A Pose.
Frá því að Adebayor man eftir sér var hann að spila knattspyrnu á götum og ströndum heimabæjar síns, Lome í Togo. Þegar hann var 15 ára tóku útsendarar franska liðsins FC Metz eftir honum á knattspyrnumóti í Svíþjóð og buðu honum í æfingabúðir hjá félaginu. Hann yfirgaf fjölskyldu og vini sem voru búsettir í Vestur-Afríkuríkinu Tógo og hélt á vit ævintýranna. En honum líkaði ekki vistin hjá FC Metz og eftir tvo daga ætlaði hann að snúa heim. Lífið var erfitt og kalt var í veðri, allt svo frábrugðið Afríku. Hann ræddi málin við þjálfarann. "Ég vil fara heim" sagði hann. Þjálfarinn. Francis de Taddeo sagði að hann ætti völina, en þú skalt hafa það í huga áður en þú tekur lokaákvörðun að það eru margir landar þínir sem vildu vera í þínum sporum.
"Þetta var góður punktur, og ég hugsaði um þessi orð alla nóttina. Næsta dag sagði ég við þjálfarann að ég ætlaði að halda áfram og bíða örlaganna." Þetta var besta ákvörðun sem Adebayor hefur tekið um ævina. Hann hóf síðan að leika með unglingaliði Metz. Þeim gekk vel, Ade skoraði nokkur mörk og Metz vann U-17 ára deildina. Síðan fékk hann samning við aðallið félagsins. Adebayor gekk vel á fyrsta tímabilinu en árangur liðsins var ekki eins góður, uppskeran var fall í aðra deild. Annar leikmaður kunnur í herbúðum Arsenal hóf ferlinn hjá Metz, vængmaðurinn Robert Pires.
Næsta ár var toppbarátta í 2. deild og skoraði Adebayor 17 mörk í 35 leikjum. Vakti sá árangur athygli Mónakómanna og gekk hann til liðs við þá árið 2003. Eftir það hefur Adebayor ekki litið um öxl og framinn verið á stanslausri uppleið.
Adebayor fæddist í Lome, höfuðborg Tógó, 26. febrúar 1984. Hann er hávaxinn, 193 cm (6'4") og sterkur eins og afrískt ljón. Hann hóf strax að leika sér með bolta og var mikið á ströndinni enda bjó fjölskylda hans sem er frá Nígeríu fótboltavallarlengd frá henni. Þar þróaði hann knatttæknina. Hann hafði lítinn áhuga á að ganga í skóla en hann var staðsettur í Ghana en fjölskyldan bjó við landamærin og því 10 mínútna ganga. Þar var töluð enska en í Togo er töluð franska.
Ekki átti Adebayor von á því að spila fyrir Arsenal þegar hann var í Frakklandi en hann fylgdist með liðinu enda hetjan Kanu í liðinu. Þegar janúarglugginn opnaðist 2006 kom símtal frá Wenger og tilboð. Því var ekki hægt að hafna. Byrjunin var góð, mark í upphafsleik gegn Birmingham, þrjú mörk fylgdu í kjölfarið á því tímabili. Á síðasta leiktímabili stimplaði Adebayor sig inn með því að skora sigurmarkið á Old Trafford. "Það var stór stund fyrir mig, einsog að losna við stórt fjall af hausnum", þannig lýsir hann markinu. Eftir það var mesta pressan horfin og miklar framfarir. Wenger hafði svo mikla trú á Adebayor að hann seldi kónginn Thierry Henry til Barcelona. Strákurinn hefur staðið vel undir væntingum og byrjunin á keppnistímabilinu frábær. Fyrsta þrennan leit ljós í dag á móti Derby County og eflaust eiga þær eftir að verða fleiri.
Eitt helzta áhugamál Emmanuel Adebayor er að verzla fatnað en þá iðju hóf hann í Mónakó og var daglegur gestur í tískuvöruverzlunum spilaborgarinnar. Nú fylgist hann með nýjustu tísku í London en fer ekki eins oft í verzlunarferðir í heimsborginni, aðeins einu sinni í mánuði, restin af frítímanum fer í knattæfingar. Hann á einnig gott skósafn, yfir 200 skópör.
Ferillinn
FC Metz (1999-2003) 44 leikir og 19 mörk.
Monaco (2003-2006) 95 leikir og 19 mörk.
Arsenal (2006- ) 65 leikir og 22 mörk.
Tógó frá 11. október 2003, 34 leikir og 12 mörk.
Heimild:
Arsenal, The official Magazine, febrúar 2006.
Wenger: Adebayor er eins og ljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 24.9.2007 kl. 10:43 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233603
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.