19.9.2007 | 18:04
Olíustríðið í Írak og þrælastríðið í Bandaríkjunum
Alan Greenspan hefur rétt fyrir sér. Góð greining hjá honum í ævisögunni sem kemur brátt út. Í lok marz 2003 skrifaði ég pistil á hugi.is um Olíustríðið í Írak en það minnti mig á þrælastríðið í Bandaríkjunum 1861.
Þrælastríðið og Olíustríðið
Þegar ég heyrði fréttir rétt fyrir helgi að hermenn Bandaríkjanna og Breta ætluðu að taka pásu og bíða eftir meiri herstyrk til að ráðast á Bagdad rifjaðist upp fyrir mér að hafa lesið um byrjunina á Borgarastríðinu í Bandaríkjunum (Þrælastríðinu) í bókinni Abraham Lincoln eftir Thorolf Smith. Sú byrjun minnti mig á væntingar manna fyrir stríðið við Írak, stutt og einfalt stríð. Svo fór þó ekki, stríðið stóð í tæp 4 ár og 620 þúsund manns létu lífið. Norðurríkin voru fjölmennari og sterkari, því áttu þau að eiga sigurinn vísann í snörpu stríði.
Sagt er að sagan endurtaki sig en það er það sem mér datt í hug um helgina.
Borgarastyrjöldin hefst
Um það bil 50 kílómetrum suðvestur af Washington rennur áin Bull Run. Þetta er hvorki mikið né merkilegt vatnsfall, en hefur öðlast nokkra frægð, vegna þess, að þar var háð fyrsta orrusta borgarastyrjaldarinnar. Orrusta þessi var háð hinn 21. júní 1861.
Það voru fyrst og fremst dagblöðin, og þar með almenningsálitið, sem kröfðust þess, að nú yrði látið til skarar skríða. Það liggur nú ljóst fyrir, að almenningur í Norðurríkjunm gerð sér enga grein fyrir því sumarið 1861, að styrjöldin myndi verða löng, mannskæð og erfið. Blöðin ýttu undir þennan misskiling með fáránlegum æsingarskrifum.
Svo virðist, sem menn hafi litið á hina fyrirhugðu orrustu sem einhvers konar íþrótta- eða hestamannamót. Mikill fjöldi áhorfenda þyrptist frá Washington og víðar að suður til Bull Run. Fólk dreif að, samkvæmt tilvísun blaðanna, sem greindu kyrfilega frá því, hvar orrustan yrði. Sumir komu í léttvögnum og höfðu matarkörfur og vínflöskur meðferðis, aðrir á hestum eða gangandi. Þarna voru þingmenn og hefðarkonur, slæpingjalýður, allra þjóða lits og blands. Fréttaritari blaðsins Times í Lundúnum, Russell að nafni, hafði gaman af, er honum var tilkynnt, að herinn myndi hefja sóknina snemma næsta morgun með því að senda fyrst fram hægri væng. Ekki verður sagt, að mikil hula hafi hvílt yfir hernaðaráformum Norðurríkjamanna þennan sólheita júlídag.
En hernaðaráætlun Norðanmanna brást og mætti fyrir öflugri her og betri hershöfðingum. Brást flótti í lið Norðurríkjanna, og flúði hver sem betur gat. Vegirnir til Washington báru þess gleggstan vott. Manntjón 460 fallnir, 1124 særðir, 1262 féllu í hendur sunnanmönnum. Þeirr á meðal var einn áhorfenda, þingmaður einn frá New York, sem mátti svo dúsa í Libby-fangelsi í Richmond. Suðurríkjamenn misstu 378 menn, 1489 særðust, og aðeins 30 voru teknir höndum.
Ritstjórar blaðanna stungu upp á því að Lincoln semdi vopnahlé við Suðurríkjamenn og síðan frið við þá. Stríðið hélt þó áfram og voru 400 þúsund menn kvaddir til vopna í Norðurríkjunum.
Orrustan við Bull Run, var Norðurríkjunum alvarleg áminning. Hún færði þeim heim sannin um, að fyrir höndum væri löng og mannskæð styrjöld. Hún sannfærði einnig bæði stjórnmálamenn og almenning um, að orrustur eru hvorki íþrótta né hestamót. Og hún leiddi líka í ljós, að Norðurríkin skorti dugandi hershöfðingja.
Robert Edward Lee er að mörgum talinn besti herforingi sem Bandaríkin hafa alið af sér. Hernaðarsnilld hans var án efa mesti einstaki þáttur þess að Suðurríkjasambandið hélt út fjögur ár í stríði við algert ofurefli.
Styrjöldin kostaði ofboðslegar blóðsúthellingar, heilir landshlutar voru flakandi í sárum. Um 620 þúsund manns létu lífið, ýmist fyrir vopnum, í fangabúðum, af drepsóttum eða vosbúð. Þar af voru um 360 þúsund Norðurríkjamenn og 260 þúsund Suðrríkjamenn.
Viku eftir að borgarastríðinu lauk var Abraham Lincoln myrtur.
Byrjunin á borgarastríðinu minnir um nokkuð á byrjunina á olíustríðinu í Írak í dag. Almenningsálit, návígi fjölmiðla, hernaðaráætlanir, mótspyrna og slakur stjórnandi.
Heimild:
Bókin Abraham Lincoln eftir Thorolf Smith
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góða grein, sumt breytist seint og merkilega auðvelt að selja stríð.
Georg P Sveinbjörnsson, 19.9.2007 kl. 18:55
Flott þetta Palli. Sé að þú hefur hesthúsað þessu rétt fyrir sýnikennsluna á Emirates á miðv.dag. Slæmt að missa Rósa, en aðrir verða þá að standa sig. Mér finnst gaman að sjá hvað Flamini hefur verið að gera góða hluti.
Jóhannes Einarsson, 21.9.2007 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.