14.9.2007 | 14:38
Árnaðaróskir - Google rúllar upp leitarmarkaðnum
Til hamingju með daginn Googglarar!
"Gogglaðu bara", er orðin algeng setning á hinu íhaldsama Íslandi þegar leita skal upplýsinga á Netinu.
Google leitarvélin hefur verið í stórsókn síðustu árin. Í október 2002 var Google með 53,2% markaðshlutdeild. Nú er öldin önnur. Google leitarvélin hefur yfirburðarstöðu í Bandaríkjunum og sama gildir um öflugustu lönd Evrópu.
Kíkjum á markaðshlutdeild Google í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.
Með markaðshlutdeild upp á 88.5%, er Google leiðandi leitarvél í Þýskalandi. Yahoo hefur 3.4%, síðan kemur þýska leitarvélin ISP T-Online (2.2%), MSN (1.4%) og AOL (1.3%).
Í Frakklandi er sama staða. Með 89.79%, hefur Google yfirburða stöðu. Yahoo kemur með 3.14%. MSN nær í 2.48%, frönsku leitarvélarnar ISP's Orange og Free ná 1.89% og 0.72%.
Sama er uppi á tengingum í Bretlandi. Google hefur markaðshlutdeild upp á 79.38%. Yahoo nær í 7.72%. Með 4.48% nær Ask.com í þriðja sætið. Leitarvélar Microsoft's MSN og Live ná í 3.75% og 1.53% (samtals 5.28% fyrir leitarvélar Microsoft).
Því er nauðsynlegt fyrir íslensk fyrirtæki að vera sýnileg á Google ætli þau að ná árangri erlendis.
Leitarvélar gegna lykilhlutverki á Netinu og er stundum talað um að þær séu fimmta valdið, þið þekkið undirstöður lýðræðisins, framkvæmda-, löggjafar- og dómsvald. Fjölmiðlar eru stundum kallaðir fjórða valdið og leitarvélar það fimmta. Ef þú ert ekki þar, þá ertu ekki til í Rafheimum!
Sagan um Google leitarvélina er dæmigerð fyrir fyrirtæki í upplýsingatækni.
Google var stofnuð um miðjan 10. áratug síðustu aldar af tveim guttum, Larry Page (24) og Sergey Brin (23) sem námu við Stanford háskólann. Markmið þeirra var að hanna hraðvirka, nákvæma og einfalda leitarvél. Þeir gerðu frumgerðina í heimavistinni hjá Larry í Stanford og síðla árs 1998 var starfsemin komin í bílskúr en mörg tölvufyrirtæki hafa byrjað á sama hátt. Þessi bílskúr hafði þó þann lúxus að hafa sjálfvirkan hurðaopnara.
Lykilinn að nákvæmi leitar hjá Google byggir á algrími sem kallast PageRank en þar er skjölum raða upp eftir því hversu margar tengingar eða meðmæli eru í skjalið. Þar sem litið er á að ef síða A vísar í síðu B sé hún í raun að mæla með henni. En Google skoðar einnig meðmæli síðunnar A sem vísaði og skoðar meðmæli hennar. Síður sem fá mörg meðmæli eru taldar vera áreiðanlegri en síður sem færri vísa í og þeim er því raðað framar í leitarniðurstöðunum.
Kíkjum aðeins á PageRank algrímið.
PR(A) = (1-d) + d(PR(t1)/C(t1) + ... + PR(tn)/C(tn))
Tíu ár síðan lénið google.com var skráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.