automatos

Ljósmyndasýningunni automatos í ljósmyndasafni Reykjavíkur lauk í dag  Ég rétt náði inn fyrir lokun. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir þrjá merka ljósmyndara. Pál Stefánsson, RAX og Þjóðverjan Olaf Otto Becker.

Ljósmyndir Beckers eru úr myndaröðinni Under the Nordic Light, hefur verið líkt við landslagsmálverk rómantísku stefnunnar á 19. öld þar sem fegurð og fullkomleiki voru í öndvegi.  Það má vel taka undir það. Myndirnar voru öflugar og það skemmtilega við sýninguna var að aðal myndin, sú sem prýðir forsíðu bókarinnar er tekin í höfninni á Hornafirði. Myndin var tekin árið 2002 og sýnir skutinn á Húnaröst gegn skutinum á Garðey. Í bakgrunni eru vel viðhaldnir hornfirskir bátar við Miklagarð. Fullkomin Höfn.

Hornafjarðarhöfn

Mögnuð mynd frá höfninni í Hornafirði. Myndin naut sýn mun betur í stóru formati á sýningunni. Hún var hrein og tær og litirnir nutu sín vel á veggnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkin hans nafna minntu frekar á málverk heldur en ljósmyndir. Páll hefur næmt auga fyrir minnstu smáatriðum í náttúrunni og einkennast ljósmyndir hans af sterkum litum, miklum skýrleika og margbrotinni birtu. Fáar myndir voru eftir Pál á sýningunni, aðeins fjórar en ís eða klaki kom fyrir í þeim öllum. Í sýningarsalnum voru ljósmyndabækur eftir meistarana. Bók Páls heitir PS Ísland og kom út í fyrra. Þar eru tvær myndir teknar á Hornafirði. Í umsögn um eina sterka mynd sem tekin er þegar þoku er að létta í firðinum og sér í jöklana.

"Á Hornafirði er allt í ökkla eða eyra. Annað hvort er þar ljótasta útsýni á landinu eða það fallegasta."  Hér er hann að fjalla um þokuna. Þokan getur verið svo þykk að ekki sér handa skil. En svo birtir til. "Þegar þokunni léttir kemur í ljós stórbrotnasta útsýni sem völ er á úr íslenskum bæjum." 

Hin ljósmyndin hjá Páli var kosin landslagsmynd ársins 2005. Þokumynd af eyju í firðinum líklega tekin á Höfðanum.

Ljósmyndir RAX eru svarthvítar og sýna baráttu bænda við að smala fé af fjöllum í Landsmannalaugum. Sterkasta myndin er á forsíðu sýningarskrár en þar eru menn og dýr að vaða yfir á og vatnsdropar skjótast yfir leitarmann á hesti. Það neistar af þessari mynd. Einnig er mikil útilegufílingur í myndum RAX, það er eins og Halla og Fjalla-Eyvindur séu að smala.

Eftirminnileg sýning sem sendi mig í ókeypis ferðalag í átthagana í Hornafirði.

Að lokum er vert að minnast á titil sýningarinnar. Automatos vísar til grísks heimspekihugtaks og þýðir "það sem verður til innan frá og breiðir úr sér eða springur út". Séð út frá landslagi vísar hugtakið til þess sem mótast eða birtist í því sjálfu og þetta ferli á sér birtingarmynd bæði í "hreinni" náttúrunni en einnig þar sem mannshöndin hefur gripið inn í líkt og með gerð framræsluskurða á láglendi eða byggingu virkjana á hálendinu. 

 

Tenglar:

Sýning Olaf Otto Becker 

PS Ísland 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur - automatos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 233609

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband