Seinheppnir stjórnarmenn Tottenham

Það er alveg makalaust hversu eigendur knattspyrnuliðsins Tottenham hafa getað tekið margar rangar ákvarðanir á síðustu árum. Nýjasta dæmið er að þeir ráku Hollendinginn Martin Jol og ætluðu að fá Spánverjann Juande Ramos frá Sevilla. Þegar Spánverjinn ákvað að halda áfram að vera í sólinni í Sevilla, þá sneru þeir sér aftur að Herra Jol og gáfu honum tækifæri, fjórða sætið í vor eða þú ferð!  Þetta heitir snögg U-beygja.

Fréttamenn og sparkspekingar hafa ekkert lært á Tottenham. Margir spáðu þeim í topp fjórum í vetur. Byrjunin bendir á annað. Eftir 2 umferðir voru þeir neðstir með 0 stig. Þoldu ekki álagið ekki frekar en fyrri daginn.

Förum aðeins yfir stjóra Tottenham síðasta áratuginn eða síðan Arsene Wenger tók við Arsenal í september 1996. Það segir mikið um stjórnunarstíl eiganda Spurs en stjórar hafa verið duglegir að koma og fara á White Hart Lane. Alan Sugar og fjárfestingarfyrirtækið  ENIC hafa ráðið för liðsins.

Gerry Francis var stjóri Spurs árið 1996 þegar nýja tímatalið hófst hjá Arsenal. Hann var stjóri tímabilið 1994-1997. Svisslendingurinn Christian Gross var 1997-1998, George Graham var 1998-2001, þá keypti  ENIC félagið af Alan Sugar og ráku George innan viku og réðu óskabarnið Glenn Hoddle frá Southampton en hann nýttist til ársins 2003.  David Pleat kláraði tímabilið 2003-2004. Frakkinn Jacques Santini var frá ágúst til nóvember 2004 og síðan hefur Martin Jol verið við völd. Alls eru þetta sjö stjórar á rúmum áratug ef Gerry Francis er talinn með.
 

Skrifaði í lok Hundadaga fyrir fjórðu umferð í ensku úrvalsdeildinni. En Hundadagar hafa haft spágildi varðandi veðurfar. Kannski snýst gæfan með Spurs eftir Hundadaga. Hver veit en Arsenal menn hafa ekkert á móti samkeppninni. Því voldugari nágranni, því sterkari verður Arsenal.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Palli. TH verður á þessu róli þangað til einhver MU jaxl tekur við þeim.

Þórbergur Torfason, 23.8.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Þetta er ekki akkurat nákvæm lýsing á atvikum. Kannski betra að skoða málin áður en bloggað er um hluti. Þú veist alveg örugglega meira um fallbyssurnar frá Suður-Lundúnum en stolt Norður-Lundúna!

Jónas Rafnar Ingason, 24.8.2007 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 234573

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband