Svínafellsjökull

Fréttirnar af ungu Þjóðverjunum sem eru týndir í Vatnajökulsþjóðgarði setja að manni beyg. Ekkert hefur heyrst frá félögunum Mattthias Hinz (29) og Thomas Grundt (24) í þrjár vikur.

Síðustu fréttir eru þær að þeir hafi síðast sést við Svínafellsjökul um mánaðarmótin. Skriðjökullinn var notaður í bakgrunn í stórmyndinni Batman Begins. Atriði voru kvikmynduð í mars 2004 og voru m.a. stórleikararnir Liam Neeson og Christian Bale í þeim tökum. 

Maður vonar það besta. Mér var hugsað til frægs ferðalags tveggja félaga sem endaði í bókinni "Touching the void" er ég heyrði fréttirnar í kvöld. Björgunarsveitarmenn vinna frábært starf og þekkja svæðið afburða vel. 

Myndir sem teknar voru fyrir tæpum tveim árum við jökulsporð Svínafellsjökuls en jökullinn er magnaður að sjá ofanfrá. Þá er hann eins og fljót að sjá. Þá er augljóst að sömu frumefni eru í jökli og vatni, bara á öðru formi.

Svinafellsjokull-spordur

 

 

Sporður Svínafellsjökuls er grár. Jökullinn er að hörfa og því hefur myndast lón milli jökuls og bakka sem hann hefur myndað. Jökulruðningar í fjarska. Lómagnúpur er hnípinn í þokunni.

Svinafellsjokull-upp

 

Úfinn er hann Svínafellsjökull en sviðsmynd Batman Begins var vinstra meginn á myndinni.

 

Svinafellsjokull

 


mbl.is Enn hefur ekkert spurst til þýskra ferðalanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Þór Björgvinsson

Flottar myndir og gaman þegar menn setja svona myndir við fréttirnar. Hrós fyrir þetta!

Guðni Þór Björgvinsson, 22.8.2007 kl. 02:10

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Flottar myndir, og það er hverju orði sannara að þarna er engin barnaleikur að ferðast um. Ég var að koma í bæinn, frá því að fara með STJÓRNstöðvarbíl Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, þangað austur í Skaftafell, en ferðin er búin að taka um tíu tíma,  svo hægt sé að vinna skipulega að stjórnun leitarinnar sem getur orðið umfangs mikil, en vonandi finnast þeir fljótt.

kær kveðja

Jón Svavarsson, 22.8.2007 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband