13.8.2007 | 22:00
Laugavegur og La Laguna
Mikil umræða hefur verið um niðurrif gamalla húsa á Laugarvegi. Nú er mikil umræða út af því að borgarráð hefur samþykkt niðurrif á húsum á Laugavegi 4 og 6. Íslendingar eru duglegir að afmá söguna og erfiðlega gengur að halda í 19. aldar götumynd Laugavegs. Þegar við ferðumst til annara landa förum við til að skoða gamlar glæsilegar byggingar með mikla sögu. Í nokkrum löndum er hægt að sjá heilu borgirnar, 500 ára byggingarsögu.
Á Tenerife er fyrrum höfuðborg eyjarinnar San Cristóbal de la Laguna. Borgin komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1999. Árið 1497 stofnaði Alonso Fernández de Lugo borgina við lón uppi í dal í 550 metra hæð. La Laguna var höfuðborg til 1723 en þá fluttist stjórnsýslan til hafnarborgarinnar Santa Cruz. Nú er borgin biskupssetur og háskólabær með 30.000 stúdenta.
Það var einkennileg tilfinning að vera í miðbænum í la Laguna á heitum júlídegi um síestuna. Mér leið eins og ég væri statisti í S-Amerískri bíómynd. En la Laguna var notuð sem módel af Kólumbusi fyrir margar borgir í Ameríku. Borgin var skipulögð frá byrjun og takmarkaðist ekki af víggirtum veggjum. La Laguna hefur varðveist vel og er miðbærinn upprunalegur. Borgin skiptist í tvo kjarna. Upprunalega óskipulagða Efra þorp og Neðra þorp en það var skipulagt frá grunni og byggðist upp á 16 til 18. öld. Það hafði breiðar götur og opin svæði með nokkrum glæsilegum kirkjum einnig byggingar fyrir almenning, sjúkrahús, skóla og stjórnsýslu. Síðan komu íbúðarhús þar á milli.
París byggðist óskipulega upp. Byggingar frá þessum tíma eru ekki til í menningarborginni. Stjórnvöld á Tenerife eru meðvituð um þarfir ferðamanna og hafa sóst eftir að fá útnefningu heimsminjaskrár UNESCO. Þau líta á útnefninguna sem tákn "emblem" sem gerir eyjuna sögulegri í hugum ferðmanna. Þeir vita að því verður ekki bjargað sem búið er að farga.
Hér er umsögn heimsminjanefndar UNESCO 1999.
"San Cristóbal de la Laguna was the first non-fortified Spanish colonial town, and its layout provided the model for many colonial towns in the Americas."
Íslendingar þurfa að vera íhaldsamir á byggingasögu sína og halda í 19. aldar götumynd Laugarvegsins. Við hljótum að geta það fyrst aðrar borgir geta haldið í 15. aldar borgarmynd. Ferðamenn hafa mikinn áhuga á húsum með menningarsögulegt gildi sem birtir okkur sögu íslenskrar byggingalistar á ýmsum tímaskeiðum.
Það var eins gott fyrir íbúa La Laguna að Vilhjálmur Vilhjálmsson var ekki borgarstjóri þar. Hann hefði rifið niður miðbæinn til að þóknast öflugum byggingarfyrirtækjum.
Heimildir:
Vefur heimsminjaskrár UNESCO
Á Herradores göngugötunnu um miðja síestuna. Allt lokað, aðeins barir og voru karlmenn í meirihluta. Nokkrar íbúðir eru með svölum.
Fyrir framan La Concepción (1502). Kirkjan í Efra þorpinu og var íbúum sem mest voru hermenn leyft að byggja eftir eingin smekk. Það mynduðust oft umferðahnútar í borginni og voru Spánverjar duglegir að taka flautukonsert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 233604
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.