12.8.2007 | 10:19
Hornfirðingahólmi
Mikið kapphlaup er komið í landnám á norðurpólnum. Rússar flögguðu fána neðansjávar undir íshellunni á pólnum í síðustu viku. Kanadamenn og Danir láta sitt ekki eftir liggja. Norðmenn og Kanar eru í startholun. En hver á Norðurpólinn? Allur heimurinn að sjálfsögu. Þegar ísinn fer þá á hafið að verða alþjóðlegt siglingarsvæði.
Lítil eyja er í Öskjuvatni að nafni Hornfirðingahólmi. Hún er nefnd eftir Hornfirðingum sem fyrstir sáu hana. Þeir komu gangandi yfir Vatnajökul og þá var hún rjúkandi og nýmynduð eftir gjóskugos sumarið 1926.
Þessir þrír ungu bændasynir og landnámsmenn úr Hornafirði sem 15. júlí 1926 tóku sig til og gengu á skíðum upp úr Hornafirði við Svínafellsjökul og norður yfir Vatnajökul og þaðan áfram til Akureyrar voru: Helgi Guðmundsson frá Hoffelli, Unnar Benediktsson frá Einholti og Sigurbergur Árnason frá Svínafelli. Til baka komu þeir sömu leið af Gæsaheiði 28. júlí. Mun þessi för lengi talin ein sú fræknasta á hornfirskum slóðum.
Ef Rússar ná að gera tilkall til stórs hluta af Norðurpólnum og hin löndin sem liggja að pólnum skipta restinni á milli sín þá geta Hornfirðingar eflaust gert tilkall til Hornfirðingahólma í Öskjuvatni. Hvernig á að nýta hann er svo allt annað mál.
Svona sá listamaðurinn og fjallamaðurinn Guðmundur Einarsson (kenndur við Miðdal) fyrir sér eldgosið í Öskju 1926. Þá gaus 50 milljón rúmmetra af gjósku í Öskjuvatni.
Mynd skönnuð úr bókinni Íslenskar eldstöðvar.
Heimildir:
Perlur í náttúru Íslands, Guðmundur Páll Ólafsson, bls. 270.
Jöklaveröld - Náttúra og mannlíf, Sverrir Scheving Thorsteinsson, bls. 260.
Íslenskar eldstöðvar, Ari Trausti Guðmundsson, bls. 39.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 233609
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.