11.8.2007 | 12:48
Górillur drepnar af tómri mannvonsku
Í Morgunblaðinu í dag er frétt um dráp á grórillum í útrýmingarhættu sem vekja óhug. Fyrirsögnin er "Drepin af tómri mannvonsku"
Í fréttinni er greint frá drápi á fjórum fjallagrórillum í Kongó. Þær voru skotnar í hnakkann. Aftaka, hótun til þjóðgarðsvarða en 150 verðir liggja í valnum. Áætlað er að um 700 fjallagróillur séu til í heiminum. Þar af eru 380 í Virunga þjóðgarðinum í Kongó.
"Hvers konar maður getur gert þetta?" hrópaði einn þjóðgarðsvarðanna sem komu að hræjunum. Hann svaraði síðan spurningunni sjálfur. "Engin skepna myndi gera þetta."
Fyrir stuttu var ég staddur í Loro Parque dýragarðinum en þar voru sjö karl górillur til sýnis. Þegar maður sá þessi mögnuðu dýr bakvið gler tengdist maður þeim tilfinningaböndum. Enda er munurinn á DNA genamengi manna og górillna aðeins 1,6%. Því stuðaði þessi frétt mig. Við mennirnir megum ekki þurrka þessi merkilegu dýr út.
En hvernig dettur fólki svona í hug? Eru það bara illa uppaldir veiðiþjófar sem hafa þessar hugmyndir? Nei, svo er ekki. Rifjast upp fyrir mér grein sem alþingismaðurinn Bjarni Harðar skrifaði í Morgunblaðið til að halda hvölum í skefjum. Sumar hvalategundir eru skilgreindar í útrýmingarhættu eins og górillurnar. Það sem Bjarni stingur uppá í grein frá 13. júlí "Kjarkleysi í kvótamálum" og stígur á strik:
"Vandræðalegast hefði ef til vill verið ef rétt er að ekki megi finna markaði fyrir hvalinn, en þá mætti vel ræða þá hugmynd að drepa skepnur þessar á afmörkuðum svæðum án þess að flytja skrokka þeirra í land."
Er þetta ekki nákvæmlega það sama og veiðiþjófarnir í Kongó er að gera? Svona gera skepnur ekki!
Górilla í Loro Parque (páfagaukagarðingum) bakvið öryggisgler. Skömmu síðar sneri hún silfruðu baki í mannfjöldann og klóraði sér. Vakti atferli mannapana mikla hrifningu. Í þessum dýragarði á Tenerife eru margar dýrategndir sem eru útrýmingarhættu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.8.2007 kl. 09:36 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.