20.8.2007 | 21:44
Persónuvernd í 25 ár
Er með í höndunum afmælisrit Persónuverndar, Persónuvernd í 25 ár. Um síðustu áramót voru liðin 25 ár frá því að fyrsta löggjöfin um með ferð persónuupplýsinga hér á landi öðlaðist gildi. 15 persónur skrifa hugleiðingar sínar um vernd persónuupplýsinga og einkalífsvernd. Þetta er þarfasta rit og varpar ljósi á mikilvægi laga um persónuvernd.
Ein grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur nefnist Eftir hrun Berlínarmúrsins. Þar er borið saman Austur-Þýskaland fyrir og eftir fall Berlínarmúrsins. En íbúar landsins þurftu að lifa allt sitt líf undir smásjá valdhafa sem gátu hvenær sem er gripið til aðgerða og hengt einstaklingum fyrir óæskilega hegðun. Leyniþjónustan Stazi sá um upplýsingaöflun og hafði um hundrað þúsund almenna borgara til að njósna um nágranna sína. Þetta var kúgun sem valdhafar beittu fólk með skefjalausu eftirliti og persónunjósnum.
Í upplýsingasamfélagi nútímans er hægt að fá upplýsingar um neyslu fólks, skoðanir, hegðun, heilsu, búsetu og margt fleira. Hægt að búa til rafrænan prófíl af einstaklingum. Þeir sem eignast slíkan prófíl fá einnig ákveðið vald yfir viðkomandi einstaklingum.
Því er hægt að taka undir niðurstöðu Svönu að við skulum vera afar nísk á upplýsingar sem varða persónu okkar.
Í framhaldi af þessu ætla ég að sjá kvikmyndina Sicko eftir Michael Moore en þar er bandaríska heilbrigðiskerfið tekið í gegn. Hef heyrt að tryggingarfélögin þar séu alræmd og því skil ég ótta fólk í Bandaríkjunum um að tryggingarfélög komist í rafræna prófil þeirra.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.