Frábært framtak Sjávarheimar

Þessa hugmynd líst mér mjög vel á. Ég var að koma frá Tenerife og sá meiriháttar sýningu í Loro Parque - Páfagaukagarðinum.

Garðurin var stofnaður 1972 af millanum Wolfgang Kiessling. Markmið hans var að halda um og sýna páfagauka. Í dag er garðurinn tíu sinnum stærri en í byrjun og búið að bæta við mörgum tegundum, sérstaklega er athyglinni beit að dýrum í útrýmingarhættu.  T.d. öpum, tígrisdýrum, skjaldbökum, mörgæsum, lundum úr Vestmannaeyjum og eðlum.

Sjávardýr eiga sinn sess í garðinum og gríðarlega góð hönnun er í kingum þau. Lýsing mögnuð. Glæsileg fiskabúr, spírall sem gengið er niðurmeð. Einnig gengið í gengum hárkarlabúrið.  Háhyrnigar eru í garðinum og var sýning á tveggja tíma fresti yfir daginn og var mesta fjörði að fá skvettur frá þeim. Höfrungasýning var og stóðu þeir sig vel. Sæljón komu skemmtilega á óvart og sýndu mikinn og góðan gamanleik.

Um 1,5 milljón manna kemur í Loro Parque í Puerto De La Cruz árlega. Hönnun er gríðar flott og rúmgott um dýrin. Ég var að velta því fyrir mér eftir ferðina hvort ekki væri grundvöllur fyrir svona garði hér á landi. Ef boðið yrði upp á sýningar höfrunga myndi þekking Íslendinga á hvölum aukast heilmikið.

Sandgerði og Blá lónið eiga eftir að spila vel saman. 

Einnig er garður hjá ferðamönnum í suðrið á Tenerife,  Aqualand. Þar var mikið af alls konar rennibrautum og boðið upp á magnaða höfrungasýningu. Myndin hér fyrir neðan er af henni.

Aqualand-hofrungar


mbl.is Stefnt að uppbyggingu sjávardýrasafns í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233602

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband