Reina Sofia airport og flugvöllur Vigdísar forseta

Sumarævintýrinu á Tenerife lauk kl. 22.53 á flugvellinum Sofia Reina í gærkveldi. Flugvél frá Astreus beið okkar og lentum við á Keflavíkurflugvelli kl. 3.25.

Annar alþjóðaflugvöllur er í norðri á eyjunni, hjá La Laguna. Hann heitir Tenerife Los Rodeos Airport.

Flugvöllur drottningar Soffíu var byggður og tekin í notkun árið 1978 eftir slysið hörmulega á Los Rodeos 27. mars árið 1977 er 583 farþegar létust og 61 slasaðist er tvær Boeing 747 þotur lentu í árekstri á flugvellinum. "Tenerife disaster" er þessi atburður kallaður og er mannskæðasta flugslys sögunnar.

En víkjum að nafninu á syðri flugvellinum í Tenerfie. Reina þýðir drottning of Sofia er nafnið á núverandi drottningu Spánar, Soffíu frá Greece og Denmark. Hún tók við tign árið 1975 og er gift Juan Carlos.

Erlendir flugvellir heita oft eftir þjóðhöfðingum sínum eða þekktum einstaklingum. Má nefna fyrir utan flugvöll Soffíu drottningar, John F. Kennedy flugvöll  hjá New York, Charles de Gaulle  hjá París og John Lennon í Liverpool.

Því spyr ég hvenær við Íslendingar eignumst okkar alþjóða flugvöll sem ber nafn þjóðhöfðinga okkar. Hefðin er að skíra flugvelli eftir nálægum stað, t.d. Hornafjarðarflugvöllur og Akureyrarflugvöllur. Hvernig væri að eignast Vigdísar flugvöll og flugvöllur Ólafs Ragnas.  Við höfum stigið skrefið til hálfs, nefnt flugstöðina eftir gamalli þjóðhetju, Leifi Eiríkssyni.

Íslendingar hafa ekki verið duglegir að halda nöfnum þjóðhöfðinga á lofti. Etv.  vegna þess að stéttarskipting er ekki mikil hér á landi. Ekki er til stytta af neinum af forsetum okkar, bara til af athafnaskáldum. 

Það hefði verið gaman að lenda í nótt á Vigdísar flugvelli eftir að hafa tekið á loft hjá Soffíu drottningu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband