Öld frá slysinu í Öskjuvatni

Í dag, 10. júlí er nákvæmlega öld liðin frá slysinu dularfulla í Öskjuvatni.  Er Þjóðverjarnir Walther von Knebel, jarðfræðingur og Max Rudloff, listmálari hurfu  niður í Öskjuvatn með segldúksbát sínum.  Þriðji leiðangursmaðurinn, sá er eftir lifði, hét H. Spethmann var hann jarðfræðingur.

Sumarið 1908 kom unnust von Knebels, Ina von Grumbkov, til Íslands með jarðfræðingnum Hans Reck til þess að leita skýringa á slysinu hörmulega í Öskju, og leita líkamsleifa sem ekki fundust. Reck kleif Herðubreið fyrstur mann ásamt Sigurði Sumarliðasyni, skrifaði um íslenska jarðfræði og varð síðar heimskunnur eldfjallafræðingur. Von Grumbkow og Reck reistu hinum látu félögum minnisvarða við Öskjuvatn.

Ég var svo lánsamur að ganga Öskjuveg síðasta sumar og kom við í Víti og sá spegilslétt Öskjuvatn. Skammt þaðan frá er varðan og fékk ég þá hugdettu. Það ætti að smíða eftirmynd af segldúksbátnum og hafa til sýnis á svæðinu. Það myndi dýpka söguna. Mæli með að fólk lesi bókina Ísafold, ferðamyndir frá Íslandi eftir ferð í Dyngjufjöll.  Önnur bók, Ráðgátan eftir Hollendinginn Gerrit Jan Zwier fjallar einnig um slysið.

Í bókinni Íslenskar eldstöðvar e. Ara Trausta Guðmundsson er minnist á Knebel og rannsóknir hans þegar verið er að telja upp rannsóknarferðir í Öskju.

"Það var svo Þjóðverjinn Walter von Knebel sem tengdi Öskju skýrt við myndun "caldera", eða askja, í eldfjallafræðiriti." 
 
Þannig að Knebel var ekki neitt peð á borði jarðvísindanna. Hann náði hins vegar ekki rannsaka meira. Hins vegar náði ferðafélagi hans, Spethmann, að klára dæmið. Árið 1913 setti hann fram niðurstöður athugananna og staðfesti að Askja teldist öskjusig og hefði myndast eftir síðasta jökulskeið. Hann kallaði Öskju líka stærsta eldfjall Íslands.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband