Humarhöfnin og Fjöruferðir

Það var gaman að koma á Hornafjörð um síðustu helgi. Nýsköpun er í gangi og fólk er jákvætt þó fiskveiðikvótinn sé sífellt að minnka en það á ekki að koma skynsömu fólki á óvart. Unglingalandsmót UMFÍ verður um verzlunarmannahelgina og mikil uppbygging í gangi. 

Tvö ný fyrirtæki í ferðaþjónustu eru nýstofnuð. Fjöruferðir og Humarhöfnin.  Ekki náði ég að komast í fjöruferð en mér líst vel á hugmyndina. Gestum er boðið upp á siglingu um Hornafjörð og fjórhjólaferðir á Suðurfjörum. Siglt er frá Óslandi yfir á Suðurfjörur og ekið á fjórhjólum að Hornafjarðarósi, einni hættulegustu og straummeztu innsiglingu landsins. Þar eru einnig rústir frá stríðsárunum, flugvöllur Hornfirðinga.

Ég náði að kíkja á Humarhöfnina á Humarhátíðinni. Það var hlýlegt að koma inn í enduruppgert húsnæði KASK, gamla vinnustaðinn. Nú er komið humareldhús þar sem ég hafði bækistöðvar. Við vorum lóðsuð um efstu hæðina af Önnu Þorsteins en hún rekur staðinn. Mér fannst hæðin mikið minni nú en þegar fólk var við vinnu í byggingunni.  Niðri í matsal sem tekur 60 manns var humarbúr og voru sjö leturhumrar þar í rólegheitum enda kældir niður í þrjár gráður.  Ég pantaði humarsúpu hússins en hún er gerð eingöngu úr humri. Soðið af klónum notað í bragð. Engin aðskotaefni eins og rjómi og súpukraftur. Í súpunni voru þrír humrar.  Þetta var matmikil súpa en ég saknaði nokkuð humarbragðsins. Fín þynkusúpa.  Hanna pantaði vinsæla Humarpizzu og fékk hún mjög góða dóma.

Humarhofnin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband