El Teide á Tenerife

Nú styttist í sumarfríið. Á miðvikudaginn hefst fríið og verður stigið upp í flugvél sem heldur beit í suður og lendir á einni Kanaríeyjunni, Tenerife.

Fyrstu dagarnir verða teknir rólega, þeir fara í að finna út bestu veitingastaðina, beztu barina, beztu sundlaugina og beztu verzlanir í nágrenni hótelsins.

Það er hægt að  gera meira en liggja í sólinni á eyjunni. Á Tenerife er merkilegur þjóðgarður og merkilegt eldfjall. Hæsti tindur Spánar hinn 3.716 m El Teide, rís upp úr hjarta Canadas öskjunnar sem er um 12 km í þvermál og 17 km enda á milli þar sem lengst er. Askjan er því fjórum sinnum stærri en Öræfjajökull.

Ég stefni á toppinn og komist maður á hæsta punkt þá set ég persónulegt hæðarmet. Hins vegar verður þetta ekki mikið gönguafrek. Hægt er að ferðast með bíl í 2.300 m hæð og síðan er hægt að taka kláf upp í 3.500 metra hæð. Þá eru eftir 200 metrar og þarf leyfi yfirvalda til að komast þangað.

Þjóðgarðurinn El Teide er einnig merkilegur. Hann er fyrir marga hluti sérstakur. Stærstur hluti hans er í mikilli hæð, um og yfir það sem við þekkjum sem hæstu tinda á Íslandi.  Loftslag á svæðinu er gjörólíkt því sem þekkist annarsstaðar á Kanaríeyjum og sumir hafa kallað "hitabeltisháfjallaloftslag", sem er það eina sinnar  tegundar í Evrópu. Meðal annars vegna þessa er lífrænt ríkidæmi svæðisins sérstakt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 234808

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband