Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna

Heimsmeistaramótinu í Hornafjarðarmanna, því tíunda í röðinni var spilað um síðustu helgi á Humarhátíð Hornfirðinga. Hundrað og ellefu spilarar hófu leik á 37 borðum. Eftir sex umferðir í undanúrslitum komust 27 efstu spilarar áfram í úrslitakeppni. Síðan var fækkað niður í 9 manns og loks spiluðu þrír beztu spilararnir úrslitakeppni. Þessi skemmtilega keppni er til að halda um menningarsérkenni byggðarlagsins.  

Eftir jafna og spennandi keppni stóð Reykvíkingurinn Halldór Pétursson uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti var fyrrverandi heimsmeistari,  Magnús Hjartarson og Valgerður Sigurðardóttir í því þriðja. Það er athyglisvert að meistarinn frá 2006, Magnús, var nálægt því að verja titilinn en aðeins munaði einu priki á honum og Halldóri.

Það hefur verið sagt að mót þetta sé keppni í heppni. Það má taka undir það og er mín kennig að Hornafjarðarmanni sé 70% heppni og 30% spilahæfileikar. En úrslitin núna sýna að það er hægt að búa til sína heppni. Magnús var nálægt því að verja titilinn og Halldór spilaði mjög vel og vel að sigrinum kominn. Hann gaf ekki eftir mögulegan slag og náði að þræða erfiðustu þrautir með hundana sína. 

Ég undirbjó mig vandlega fyrir mótið. Gekk Fimmvörðuháls um Jónsmessuna. Fékk fimm prik í plús og komst ekki áfram. Átta prik þurfti til að komast í úrslit. Fyrir næsta mót geng ég á betur varðaðan háls! 

Næsta Hornafjarðarmannamót verður á Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þá verður reynt að setja Íslandsmet í þátttökufjölda á spilamóti. Ekkert þátttökugjald verður en áheit fyrir hvern þátttakanda mun renna til til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNECEF

AlbertVerdlaun

 

 

 

 

 

 

 

Albert Eymundsson, útbreiðslustjóri Hornarjarðarmanna ásamt verðlaunahöfum.

HM-Halldor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halldór Pétursson, heimsmeistari með verðlaunin. Hann spilaði mjög vel og vel að sigrinum kominn.

Nánari upplýsingar um Hornafjarðarmanna

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband