28.6.2007 | 10:14
Humarhöfnin
Humarhátíð er framundan á Hornafirði. Það verður gaman að taka þátt í henni. Nýr veitingastaður, Humarhöfnin opnar í dag. Hugmyndafræðin á bakvið veitingastaðinn er góð, græn ferðamennska eða "slow food". Önnur heimspeki sem Hornfirðingarnir hafa innleitt er "gastrónómía", listinni að búa til og njóta matar og drykkjar. Ég ætla að snæða á Humarhöfninni um helgina, það er ekki spurning.
Á vefnum hornafjordur.is segir:
"Veitingahúsið sérhæfir sig í réttum þar sem notast er við svæðisbundið hráefni en með aðaláherslu á leturhumar (langoustine). Starfsemin verður byggð á fáum réttum þar sem vöruþróun skipar stóran sess þar á meðal þróun og aðlögun á réttum úr heilum og lifandi humri að íslenskum aðstæðum."
Húsnæði Humarhafnarinnar er sögulegur staður á Hornafirði. Skrifstofur KASK voru þar og mikið líf áuðr fyrr. Ég vann þar í tvö ár og ætla að kíkja í gamla kontórinn. Einnig hlakka ég til að fara á aðra hæð og skoða sögusýninguna.
Hvað er slow-food?
Meginmarkmið Slow Food er að stuðla að og vernda bragðgæði og matarmenningu, hvar og hvernig sem þau birtast. Slow Food hefur að markmiði að miðla þekkingu og auka ánægju fólks af neyslu vandaðra matvæla, sporna gegn "skyndimenningu" sem ráðandi afls í matvælaframleiðslu.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233603
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.