16.6.2007 | 21:41
16. júní bridsmót ML
Bridsfélag Menntaskólans að Laugarvatni var eitt af öflugari bridsfélögum landsins fyrir tveim til þrem áratugum. Nú er ekkert gripið í spil í Menntaskólanum. Það var árviss viðburður ML-inga að mæta á sextándaball þann 16. júní en sú hefð hefur einnig dáið út hjá menntskælingum.
Því brugðu góðir menn úr ML, Gunnlaugur Karlsson og Ómar Olgeirsson á það ráð að hóa gömlum bridsspilurum saman á 16. júní. Var þetta í annað skptið sem mótið er haldið. Spilaður var árshátíðartvímenningur með þáttöku 14 para á Grand hótel og máttu fleiri en stórspilarar frá ML taka þátt. Ég spilaði við gamlan spilafélaga, Guðmund Guðjónsson og enduðum við fyrir ofan miðju. Sigurvegarar urðu Þröstur Ingimarsson og Ragnar Jónsson en þeir voru í MK fyrir tveim áratugum.
Spiluð voru 28 spil og var þetta mér minnisstæðast. Ég sat í norður og var sagnhafi í 4 spöðum og fékk ellefu slagi en þeir voru alltaf á borðinu. Varnarspilarar voru samt ósáttir við vörnina og ræddu opinskátt um hvað hefði betur mátt fara. Eitthvað gekk þeim illa að hefja sagnir og ég ákvað því að opna á hættunni með þessa hendi! Opnaði á veikum 2 hjörtum. Með sexlit í hjarta og átta háspilapunkta.
S: 864
H: AG10862
T: K75
L: 6
Úff, þarna braut keppnisstjórinn spilareglurnar. Kallað var í Svein Rúnar keppnistjóra og hann þuldi reglurnar eins og útlærður lögfræðingur. Austur mátti taka sögnina gilda og þá væri allt eðilegt eftir það. Því neitaði opnari. Því hóf hann sagnir en nú mátti makker ekkert melda og ég þurfti að melda fyrir okkur báða. Austur passar. Makker kemur með þvingað pass. Þá er röðin komin að vestri. Hann passar. Nú er ég í bobba. Ekki eiga þeir opnun, því hlýtur makker að eiga einhverja punkta. Ég meldaði því geim, fjögur hjörtu. Makker lagði niður fína hönd en með einspil í trompi. Til að gera langa sögu stutta stóðu fjögur hjörtu slétt. Salurinn var í þrem gröndum slétt staðin og 600, við félagar með hreinan topp. Stundum kemur maður standandi niður á löppunum!
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 17.6.2007 kl. 12:06 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.