Ár frá tónleikum Roger Waters

Í dag er ár frá tónleikum Roger Waters í Egilshöll. Um 15.000 manns mættu í Höllina í Grafarvogi á 7.000 bílum. Ég man eftir mikilli umferðateppu á Vesturlandsvegi og seinagangi við að rífa af miðum. Man eftir rútu á undan okkur. Man að strákarnir fóru út í kant að pissa. Man eftir þegar nær dró, þá fóru stelpurnar í rútunni niður af veg, bakvið lítinn runna til að pissa. 

Hinn 63 ára aldni Roger Waters var sprækur og spilaði á bassa í 11 manna hljómsveit. Byrjað var að krafti, sprengingar og stuð, svo hægði á. Beirútlagið kom á óvart. Eftirminnileg saga og flott myndmál.  Eftir hlé var Dark Site Of The Moon og Nick Mason bættist í hópinn. Tvö trommusett voru notuð. Flott sýning og mikill kraftur stundum kom gæsahúð á skrokk.  Þrjú lög af Veggnum í uppklapp. Tónleikum lokið klukkan ellefu og heimferð gekk vel.

Í göngu til vinnu í morgun verður Dark Site Of The Moon spilað í  iPod til að rifja upp meistaraverk.

Júni er mánuður Pink Floyd á Íslandi. Sínfónían og Dúndurfréttir ætla að vera með tónleika í lok mánaðarins í Háskólabíó. Ég verð fjarri góðu djammi, stefnan er sett á Humarhátíð á Hornafirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta voru með þeim bestu tónleikum sem ég hef farið á og mun seint gleyma. Við ættum að hafa Pink Floyd dag ritaðan í dagatal Íslendinga. 

Skonsan (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband