8.6.2007 | 20:58
Neon Bible - Arcade Fire
Ég hlakkaði til að ganga í vinnuna í morgun. Veðrið var fallegt, sól og blíða en það var samt ekki ástæðan. Heldur var það að ég keypti í gær geisladiskinn The Neon Bible með kanadísku jaðarrokksveitinni Arcade Fire og hlóð honum inn á iPodinn minn.
Ég hef heyrt tvö lög af nýju plötunni í útvarpinu og líkar þau mjög vel. Lagið Intervention er tær snilld. Orgelspilið í upphafi er stórmagnað og stígandinn í laginnu magnaður. Enda er verið að predika yfir okkur. Platan ver nefnilega tekin upp í kirkju rétt utan við Québec.
Ég beið spenntur eftir að fara í gegnum öll ellefu lögin. Gangan hófst á laginu Black mirror. Það rann vel í gegn. Við Nýbílaveg var ég stopp við umferðaljós og hlustaði á Keep the car running. Það átti vel við og ég kannaðist við það úr Rokklandi. Titillagið Neon Bible kom næst. Hrátt lag. Síðan kom Interventinon þegar farið var yfir Fossvogsdalinn. Mikið var Hengillinn flottur, mikið var gott að hafa þessa málamiðlun þegar farið var yfir í Reykjavík. Eftir þetta komu lög sem ég kannaðist ekki við og gripu mig ekki. Það kom mér á óvart en með meiri hlustun hljóta þau að vinna á.
Á heimleiðnni var spiluð önnur umferð. Ég bíð spenntur eftir næstu viku, ég ætla að hlusta mikið á boðskapinn frá Arcade Fire.
Annars er sveitin vel skipuð, sjö meðlimir og er Win Butler fremstur meðal jafningja. Þeir kunna ýmislegt fyrir sér í tónfræðum og spila á ýmis hljóðfæri og nýta sér kórsöng. Það bregður fyrir strengja- og málmblásturshljóðfærum, hörpu svo eitthvað sé nefnt.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 10
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 233609
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 55
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.