Pirates of the Caribbean: At Worlds End *

Stórmyndin Pirates of the Caribbean: At Worlds End  olli mér miklum vonbrigðum. Ég hafði séð fyrstu myndina og fannst hún góð. Önnur myndin fór framhjá mér.  

Fyrir vikið voru nokkrir endar lausir í byrjun sjóræningjamyndarinnar og náði ég ekki að hnýta þá saman. Sagan er ruglingsleg og flókin.   Spennan er í lágmarki, en þetta á að vera spennumynd. Dæmigert spennuatriði: Sjóræningjarnir eru í bardaga, það er klippt á samtal tveggja einstaklinga sem eru að gera upp sakir sem enginn skilur. Samtalið tekur alltof langan tíma. Síðan er klippt á bardagnn upp á dekki en áhorfendur voru búnir að steingleyma honum.

30.000 Íslendingar hafa barið myndina löngu augum og  er það Jack Sparrow, leikinn af Johnny Deep sem dregur stúlkur í bíó.  Keira Knightly sér um að draga strákana í salinn en hún á dapran leik. Margar stjörnur koma fyirir í myndinni, m.a. Keith Richard gírleikari í Rolling Stones og má segja að hann leiki sjálfan sig. Hann grípur í gítar og slítur streng. 

Þrátt fyrir þessa döpru frammistöðu þá er myndin mjög vel gerð. Útlit flott og öll umgjörð fyrsta flokks.  Hver tæknibrellan tekur við af annari.

Gef myndinni eina stjörnu,  * af 5 mögulegum.  Það hefði verið meira spennandi að sjá Ísland tapa 0-5 fyir Svíum á sama tíma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ! Ég er nokkurnveginn sammála,en ég skildi myndina bara EKKI! þegar sjórænigja skipið rústaðist og þau dóu,voru þau allt í einu kominn í annann heim! Eins og þau ættu mörg líf eins og kettir eru talnir eiga! Enn samt komu einhverjir draugar (dáið fólk) og ......guð í bara gat ekki lifað mig inn í þetta og það er greinilegt að þetta eru ekki myndir sem ég get skilið eða bara horft á...# Ég í raunninni beið eftir að hún væri búin og hún var í rúma 3 tíma !! Hún var bara langdreginn og óskiljanleg fyrir minn smekk! Svo að lokum mæli ég ekki með að börn horfi á þetta,hún er svoldið blóðug og ógeðsleg! sennasakt ekki fyrir viðkvæma!

ÉG tek undir að hún var vel gerð og tæknibrellurnar voru eklki áberandi eins og í sumum myndum enn eg skil ekki svona leikaraskap!

* af 5 mögulegum og ATH stjaran er bara fyrir hvernig myndinn var gerð!

Særún s (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband