26.4.2025 | 11:19
Frans páfi og Santa Maria Maggiore kirkjan
Nú stendur yfir útför argentínumannsins Jorge Mario Bergoglio, eða Frans páfa. Lík hans verður grafið í Santa Maria Maggiore kirkjunni í Róm kirkjunni sem hann þótti einna vænst um.
Fyrir mánuði heimsótti ég þessa kirkju í söguferð til Rómar. Hún er ein af fjórum kirkjum borgarinnar sem opna sína Porta Santa á helgiárum. Að ganga í gegnum þessar heilögu dyr táknar hreinsun synda og sérstaka blessun. Í ár er einmitt helgiár.
Það sem stóð upp úr í heimsókninni var að heyra söguna um gullið í loftinu: hluti af fyrsta gulli sem Spánverjar fluttu frá Ameríku eftir ferð Kólumbusar 1492. Gullið var líklega gefið kirkjunni á árunum 14931496, og páfinn blessaði landnámið saga sem hafði djúpstæðar og harmþrungnar afleiðingar fyrir innfædda.
Einnig var áhrifamikið að sjá legstað Joannes L. Bernini (1598-1680), helsta meistara barokktímans, sem ég hefði eflaust gengið fram hjá án frásagnar sr. Þórhalls Heimissonar um dýrgripi kirkjunnar.
Frans páfi ætlar ekki að taka mikið pláss í dauðanum frekar en í lífinu. Á legstein hans mun aðeins standa: Frans, biskup Rómar í anda auðmýktar og þjónustu, sem hann lagði alltaf áherslu á.
Frans páfi opnaði líka víðtæka umræðu innan kirkjunnar um sjálfbærni og loftslagsmál, með áhrifamiklum bréfum sínum frá Laudato Si ("Lofaður sért þú") 2015 og Laudato Deum 2023.

Gulli skrýtt loftið í Santa Maria Maggiore kirkjunni í Róm
Meginflokkur: Trúmál | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:31 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 92
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 265
- Frá upphafi: 235179
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 209
- Gestir í dag: 64
- IP-tölur í dag: 64
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning