Frans páfi og Santa Maria Maggiore kirkjan

Nú stendur yfir útför argentínumannsins Jorge Mario Bergoglio, eða Frans páfa. Lík hans verður grafið í Santa Maria Maggiore kirkjunni í Róm — kirkjunni sem hann þótti einna vænst um.
 
Fyrir mánuði heimsótti ég þessa kirkju í söguferð til Rómar. Hún er ein af fjórum kirkjum borgarinnar sem opna sína Porta Santa á helgiárum. Að ganga í gegnum þessar heilögu dyr táknar hreinsun synda og sérstaka blessun. Í ár er einmitt helgiár.
 
Það sem stóð upp úr í heimsókninni var að heyra söguna um gullið í loftinu: hluti af fyrsta gulli sem Spánverjar fluttu frá Ameríku eftir ferð Kólumbusar 1492. Gullið var líklega gefið kirkjunni á árunum 1493–1496, og páfinn blessaði landnámið — saga sem hafði djúpstæðar og harmþrungnar afleiðingar fyrir innfædda.
 
Einnig var áhrifamikið að sjá legstað Joannes L. Bernini (1598-1680), helsta meistara barokktímans, sem ég hefði eflaust gengið fram hjá án frásagnar sr. Þórhalls Heimissonar um dýrgripi kirkjunnar.
 
Frans páfi ætlar ekki að taka mikið pláss í dauðanum frekar en í lífinu. Á legstein hans mun aðeins standa: Frans, biskup Rómar — í anda auðmýktar og þjónustu, sem hann lagði alltaf áherslu á.
 
Frans páfi opnaði líka víðtæka umræðu innan kirkjunnar um sjálfbærni og loftslagsmál, með áhrifamiklum bréfum sínum frá Laudato Si’ ("Lofaður sért þú") 2015 og Laudato Deum 2023.
 
Kirkja
 
Gulli skrýtt loftið í Santa Maria Maggiore kirkjunni í Róm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Sigurpáll !

Þessi ömurlega stofnun; er VIÐURSTYGGÐ, öllu rjettsýnu og heiðarlegu fólki.

Ætti; að vera búið að AFMÁ hana, fyrir löngu síðan.

Níðingsháttur og takmarkalaus græðgi og ágirnd er aðal, þessarrar

ömurlegu stofnunar.

Í Rjetttrúnaðar kirkjunni (Orthodox); er þó að finna snefil heiðarleika -

þar mega prestar kvænast, t.d.

Það ver ekki að ástæðulausu Sigurpáll minn - að Michaíl I. Kerullaríos, Patríarki

af Konstantínópel rauf tengzlin við Rómar deildina, árið 1054, t.d.

Ótalmargt fleirra; mætti nefna - Rómversk Kaþólsku kirkjunni, til ávirðinga og

snuprunar, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason

Óvirkur fjelagi; í hinu Íslenzka Bókmenntafjelagi (1816) og Sögufjelaginu (1902)

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2025 kl. 13:14

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Alltaf finnst mér hressandi og ánægjulegt þegar Óskar Helgi kemur með athugasemdir og má taka undir með honum mjög oft. Ég hef gagnrýnt kirkjuna og því á þessi gagnrýni rétt á sér, en páfinn var góður maður, hvað sem um stofnunina má miður gott segja, rétt hjá Óskari Helga um ömurlega sögu hennar í gegnum tíðina að ýmsu leyti.

Ég held að ég hafi lesið að þetta Spánverjagull hafi verið afrakstur úr ránsferðum þeirra meðal Maya og fleir þjóða í Suður Ameríku. Þar féllu frumbyggjarnir niður eins og flugur úr drepsóttum sem hvítu mennirnir komu með og kristlingarnir. Auk þess voru Kólumbus og hinir landvinningamennirnir fjöldamorðingjar sem báru enga virðingu fyrir mannslífum nema það væru kristnir Evrópumenn eins og þeir sjálfir, og beittu sverðum óspart, rændu gulli og öðrum verðmætum, brenndu hof og eyðilögðu vinstri og hægri.

Páfinn blessaði landnámið - hann blessaði fjöldamorðin. Það segir sitt um innrætið, siðleysið, grimmdina hjá "heilagri" stofnun.

Ingólfur Sigurðsson, 27.4.2025 kl. 22:28

3 identicon

Sælir; á ný !

Ingólfur.

Þakka þjer; drengilegar undirtektir minnar málafylgju, sem vænta mátti - þín megin frá.

Sá mæti síðuhafi Sigurpáll; getur ekki með nokkru móti borið nokkurt lof á þessa andstyggilegu

kirkjudeild - hvorki: siðferðilega nje hugmyndafræðilega.

Rómar kirkjan; er fyrir löngu búin að afsanna sinn tilverurjett, á alla vegu, hvað sem fylgjendur

hennar reyna til, að bera minsta blak af gjörðum hennar - fyrr, sem nú um stundir.

Ekki síðri kveðjur; hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.4.2025 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 237173

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 92
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband