14.7.2023 | 15:14
Vörðufell (391 m) á Skeiðum
Vörðufell á Skeiðum er allmikið þríhyrningslaga fjall, um sjö km á lengd en tæpir fjórir km á breidd þar sem það er breiðast, en mjókkar mikið til norðurs. Hvítá rennur vestan við fjallið. Allmörg gil ganga niður fellinu.
Fellið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrst og var gengið þar upp og beygt hjá skilti sem á stóð Vörðufell. Bílastæði er fyrir göngufólk.
Gangan er nokkuð greið og slóða fylgt upp á fellið um misgróna mela. Sauðfé á beit og mófuglar skemmtu okkur með söng sínum og lóan söng dirrindí og fannst okkur vera þó nokkurt vit í því.
Margar vörður eru á leiðinni á fellinu og eru landamerki jarða sem eiga hlut í fellinu en líklega hefur Vörðufell sjálft verið varða í umhverfinu fyrir ferðamenn fyrr á öldum er þeir áttu leið í hið merka Skálholt og nágrenni.
Nokkrar hæðir eru á Vörðufelli og bera þau nöfn. Birnustaðaskyggnir (378 m) er einn áberandi ás en smáfell eru dreifð um sléttuna. Jarðskjálftar hafa markað fellið.
Fyrir okkur varð fallegt stöðuvatn, sem Úlfsvatn heitir, greinilega gamall eldgígur og vatnsforðabúr sveitarinnar. Úlfsvatn var ekki hringað. Rennur smálækur suður úr því niður í Úlfsgil sem er mikið hamragil. Reynt var að rækta silung í vatninu og gekk það ekki.
Rádýrt útsýni allan hringinn. Nær var Skálholt og Laugarás með brúna yfir Iðu, Mosfell, Hestfjall og Hestvatn. Síðan jöklarnir glæsilegu Langjökull, Hofsjökull, Tindfjallajökull Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull. Vestmannaeyjar tignarlega úti í hafi. Hekla, Ingólfsfjall og Hrútfell svo einhver þekkt fjöll séu nefnd.
Áhugavert er að sjá Tungufljót og Stóru Laxá falla í Hvítá fyrir ofan Iðu og Brúará þar sem hún fellur í Hvítá örskammt vestan Vörðufells og þá átta menn sig á því að það eru árnar sem með framburði sínum hafa skapað þetta fagra gróðurlendi
Ágætur staður til að hefja göngu á Vörðufell. Landeigendur ekki sáttir við að gengið sé um þeirra land.
Dagsetning: 11. júlí 2023
Vörðufell: 391 m
Göngubyrjun: Norður undir Vörðufelli
Erfiðleikastig: 1 skór
Veður: lék við okkur, bjart og hlýtt. NNA 6 m/s, 18 stiga hiti og 44% raki.
GSM samband: Já
Gönguleiðalýsing: Létt og þægileg ganga á gott útsýnisfjall með útsýni yfir Suðurland
Heimildir
Fjöll á Fróni, Pétur Þorleifsson, 2010
Nafnid.is - Örnefnaskrá
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.