Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir

Kvótakerfið er ein af orsökum landsbyggðaflóttans.    Kerfi sem byggir á svindli, óréttlæti, ranglæti, mannréttindabrotum, brottkasti afla, efnahagslegri misskiptingu, upplausn, hrörnun og flótta, óöryggi, "hagræðingu", einkaeign útvalinna og algjöru siðleysi.
Afleiðingin af þessu, auknar skuldir útgerða og minni fiskstofnar. Hér þarf að breyta miklu, enda vitlaust gefið.

Ótrúlegt er að landsbyggðarfólk skuli kjósa yfir sig sömu vandamálin kosningar eftir kosningar. Í síðasta mánuði voru  alþingiskosningar og nálægt 50% kjósenda Eyjum kusu xD og slatti xB, gömlu stjórnarflokkana sem komu óskapnaðinum á. Horfa síðan á launin lækka, húsin lækka í verði, börnin flytja burt, nágrannan pakka saman í gám og skilja eftir tómt hús. Þetta minnir óneitanlega á lömb á leið til slátrunar.

Þegar útópísk hugmynd svo sem að Íslendingar séu ein þjóð er draumsýnin ein, þá verður fólk í hinum dreifðu byggðum að snúa bökum saman.

Til að byggja aftur upp sjávarútveginn þarf að taka rannsóknir á atferli fiska, lífríki og fiskstofnum til rækilegrar endurskoðunar. Stórefla þarf rannsóknir, byggja upp meiri þekkingu og setja landgrunnið í umhverfismat og skilgreina alveg upp á nýtt með hvaða veiðarfærum fiskurinn er veiddur. Fara eftir niðurstöðum þó kvalarfullar kunni að verða. Stefna að því að bera af á þessu sviði og selja svo rannsóknarþekkingu út um allan heim. Vísindin efla alla dáð.

Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Þeir sem hafa kosið xB og xD í gegnum árin eru að uppskera eins og þeir sá. 


mbl.is "Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eins og talað frá mínu hjarta.

Orðið sjálft: kvótakerfi, hefur orðið mjög neikvæða ímynd í mínu sinni. Það má kannski segja að það vekji sömu tilfinningar og þegar orðin Satan eða Lúsifer eru nefnd. Gríðarlegur og uppsafnaður vandi blasir við landsbyggðinni, nöfnin Vinnslustöðin í eyjum, Kambur á Flateyri og Útgerðarfélag Akureyrar tala sínu máli þar. Áður fyrr var lausnin sú að togari yrði keyptur í hvern fjörð, en nú er búið að selja þá alla og þá á lausnin að verða sú að Álver komi í hvern fjörð.

Ég er sérstaklega hrifinn af hugmyndinni hjá þér um umhverfismat á landgrunninu. Hef ekki séð þessa hugmynd áður og ætla því að nefna hana Sigurpálslausnina. Það er vissulega framkvæmanlegt að gera botnmat á landgrunninu og meta það til framleiðsluhæfni. Matið yrði gert á þann hátt að hvert svæði fyrir sig yrði stigað til framleiðslueininga og á þann hátt yrði verðmæti þess kortlagt. Það má alveg koma fram hér að sambærilegt kerfi er notað til að reikna út framleiðslugetu árbotns ferskvatns. slíkt kerfi er samþykkt og notað til útreiknings arðskrár veiðifélaga á Íslandi.

Hafrannsóknarstofnun er mikilvæg rannsóknarstofnun, en því miður eru vísindin þar á bæ brothætt, þeim hefur mistekist að bregða mynd á stærð og megni nytjastofna á Íslandsmiðum. Ástæðan er ekki atgerfisbrestur, heldur miklu fremur skipulagt fjármagnssvelti og bjöguð upplýsingasöfnun vegna þess. Ég óska þess að sú rannsóknarstofnun megi ná vopnum sínum og öðlast á ný faglegan gæðastimpil. Ég er líka sammála þér að hafrannsóknir geti orðið mikilvæg útflutningsvara, en slíkt er ekki mögulegt fyrr en stofnunin verður sjálfstæð og engum áhrifum framseld. Það er mikil ógæfa falin í því að gera aðferðir við nytjar sjávarstofna að pólitísku máli. Aðferðir - sóknarkerfi eða kvóti eiga í raun að vera faglegar ákvarðanir, slíkar ákvarðanir á ekki að taka á Alþingi.

Svona í framhjáhlaupi langar mig að minnast á að það hefði nú aldeilis verið gott ef sóknarstýring hefði verið við lýði í aflahrotunni í vor - þá hefðu meiri verðmæti orðið til úr fangi Ægis. 

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Hagbarður

Þetta eru mjög athyglisverðar tillögur sem þú setur fram. Skoða þetta heildrænt. Það er líka hérrétt hjá þér að það þarf að styrkja Hafró og efla trúverðugleika stofnunarinnar.

Hagbarður, 2.6.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband