Þyrill (393 m)

Fjallið Þyrill í Hvalfirði setur mjög mikinn svip á umhverfi fjarðarins. Það rís þverbratt og hömrum girt upp norðaustur og upp af Þyrilsnesi.Þyrill er fjallsröðull myndaður við rof skriðjökla sem brotist hafa meðfram fjallinu, báðum megin.

Leiðin upp á fjallið liggur upp Síldarmannabrekkur það eru gamlir götuslóðar um Botnsheiði yfir í Skorradal. Þegar á sléttun er komið skilja að leiðir og stefnt á topp Þyrils. Margir fara sömu leið til baka en við fórum umhverfis Þyril og komum niður hjá hvalstöðinni.

Það sem er áhugavert við þessa leið sem er auðveld norðaustur af fjallinu niður Litlasandsdal, með Bláskeggsá niður á þjóðveg. Einnig má hefja gönguna frá þessum stað við  olíutanka NATO en fara þar yfir á á leiðinni.

Yfir Bláskeggsá var byggð fyrsta steinbrú á landinu árið 1907 og upplagt að líta á hana í leiðinni. 

Mikið útsýni er af Þyrli yfir Hvalfjörð og ber Þyrilsnes með Geirshólma af. Það er skemmtilegt að rifja upp söguna af Helgusundi þegar Geirshólmi sést.

"Helga er nú í hólminum og þykist vita nú allar vælar og svik landsmanna; hún hugsar nú sitt mál. Það verður nú hennar ráð, að hún kastar sér til sunds og leggst til lands úr Hólminum um nóttina og flutti með sér Björn, son sinn, fjögra vetra gamlan, til Bláskeggsár, og þá fór hún móti Grímkatli, syni sínum, átta vetra gömlum, því að honum dapraðist sundið þá, og flutti hann til lands. Það heitir nú Helgusund."

Þá kunnu Íslendingar að synda svo tapaðist kunnáttan niður eftir þjóðveldisöld en kom aftur á 19. öld.

Á fastalandinu í botni fjarðarins gnæfir Hvalfell með Botnsúlur til hægri. Múlafjall og Reynivallaháls og yfir honum sér í eftir hluta Esjunnar. Akrafjall er eins og eyja og Hafnarfjall og Skarðsheiðin á hægri hönd. Brekkukambur gnæfir yfir hvalstöðinni. Í norðri fjær sér í snæviþakið Ok og Fanntófell. Næst í hömrum Þyrils sér í Helguskarð en þar kleif Helga upp fjallið með syni sína tvo er hún hélt austur yfir Botnsheiði til Skorradals.

Þegar komið var niður Litlasandsdal sáum við merkilega brú. Brúna yfir Bláskeggsá sem byggð var árið 1907 og var hún fyrsta steinsteypta brúin á Íslandi utan Reykjavíkur.

Þyrill

Útsýni af vörðu á Þyrli. Glæsilegt Þyrilsnes skagar út í Hvalfjörðinn og Geirshólmi einstakur með Reynivallaháls og Esjuna í öllu sínu veldi á bakvið.

 

Dagsetning: 16. maí 2020
Hæð í göngubyrjun: 27 metrar, við upphaf Síldarmannagötu (N: 64.23.247 – W:21.21.587)
Þyrill - varða: 392 m (N: 64.23.576 – W: 21.24.582)
Hækkun göngufólks: 365 metrar
Uppgöngutími: 120 mínútur (09:00 – 11:00)
Heildargöngutími: 255 mínútur (09:00 – 13:15)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 10 km
Veður - Botnsheiði kl. 11.00: Léttskýjað, NNA 5 m/s, 2,3 °C
Þátttakendur: Fjallkonur. 10 göngumenn og einn hundur.
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiðalýsing: Greiðfærar skriður og melar, grónir að hluta. Spordrjúg leið umhverfis svipmikið fjall. Ekki komið niður á upphafsstað. Upphaf við Síldarmannabrekku og endað við hvalstöðina.

Facebook-status: Takk fyrir daginn elskur. Það má segja að við höfum sloppið við að þyrla upp miklu ryki á Þyrli í dag. Frábær ganga í enn betri félagsskap! 

Heimildir
Brúin yfir Bláskeggsá - RUV.is, 25.4.2010
Íslensk fjöll - Gönguleiðir á 151 tind
Helgusund - Morgunblaðið, 11. ágúst 2003

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvær athugasemdir sem snúa að málfari; í myndatexta er talað um Hvalfjörðinn. Nafn fjarðarins er án greinis, Hvalfjörður og skal því ritast sem slíkt. „Facebook-status“ er einfaldlega hægt að þýða sem Facebook innlegg.

Nonni (IP-tala skráð) 19.5.2020 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband