Blái veggskjöldurinn

Ég eyddi Hvítasunnunni í lestur á Eddu Þórbergs Þórðarsonar.  Ég var ekki búinn að kynna mér efni bókarinnar en brá nokkuð er ég sá að þetta var kvæðabók. En ég hef aldrei áður lesið ljóðabók ef skólaljóðin eru fráskilin.

Ég hélt sjó og ákvað að lesa mig í gegnum Eddu. Það kom mér á óvart hversu skemmtilega bókin var. Eiga góðar útskýringar ÞÞ  á ljóðunum því að þakka.

Þórbergur er nákvæmur að vanda og greinir oft frá hvar hann var staddur þegar ljóðið var ort. Norðurstígur 7 hefur verið nokkuð góð ljóðauppspretta hjá honum.

Kom mér þá í hug að það vantar merkingar á hús hér á landi. Í London eru mörg hús með bláum skildi gefin út af  English Heritage Blue Plaque  og greinir frá hvaða stórmenni bjó þar.  Hvernig væri að taka upp þennan sið  hér á landi.

Hornfirðingar gætu riðið á vaðið. T.d. gæti verið blár veggskjöldur á Kaupfélagshúsinu,  um Halldór Ásgrímsson. Einnig þarf að finna hús sem Svavar Guðnason bjó í. Á Landsbankanum gæti verið skjöldur um Lollu og Grétar Örvarsson júróvisionfara á Bogaslóð. Búið er að reisa höll um Þórberg og einnig mætti vera skjöldur á Hólum í Nesjum. Kvísker kæmu svo í farvatninu.

Þetta er einnig rakið í menningartengdu ferðaþjónustuna, Í ríki Vatnajökuls sem Hornfirðingar eru að ráðast í. Húsin verða auk þess verðmætari. 

blue_plaque_20050217113054

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru upplýsingar um Bláa veggskjöldinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 233238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband