Fyrsti slátturinn

Vorverkin tóku stökkbreytingu í morgun.  

Fyrsti slátturinn í Álfaheiði var í morgun, viku á eftir síðasta ári. Ég reikna með að slá níu sinnum í sumar. Rifsberjarunninn er orðin vel blómgaður en limgeriðin eiga eftir að þétta sig betur. Aspirnar okkar eru frekar fáklæddar. Það má segja að þær séu í gegnsæum kjól Ræturnar þeirra eru sífellt að stækka og farnar að hafa áhrif á nánasta umhverfi.

Ari Spædermann var mjög áhugasamur og hjálpaði vel til við heyskapinn en honum leist ekki vel á frændur sína sem fundust, en við rákumst á kóngulóarbú í garðinum.

Vesturbalinn gaf mikið gras af sér, nokkra hestburði en austurbalinn er seinsprottnari. Nokkrir túnfíflar sáust og skárum við feðgar þá upp. Sumir stríddu okkur og spruttu upp á meðan slætti stóð. Við létum þá ekki komast upp með það. 

Ég læt hér fylgja með hvenær fyrsti sláttur hefur verið á öldinni í Álfaheiði 1.

2006    20. maí

2005    15. maí

2004    16. maí

2003    20. maí

2002    26. maí

2001    31. maí

Miðað við þessar dagsetningar, þá hefur vorið verið erfiðara en síðustu ár. Meiri kuldi, minni rigning og etv. sól. Góðu fréttirnar eru þær að minna er um fífla í maí heldur en fyrri ár. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þessa skrá vona ég að þú birtir árlega, ég hef alla ævi ætlað að skrifa hjá mér eitthvað svona gáfulegt en aldrei tekist að byrja. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 28.5.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband