Einbreiða brúin yfir Steinavötn fórnarlamb loftslagsbreytinga

Loftslagið er að breytast með fordæmalausum hraða. Úrkoman í Ríki Vatnajökuls er afsprengi loftslagsbreytinga.

September hefur skapað af sér öflugustu hvirfilbili í langan tíma á Atlantshafi. Irma, Jose og María eru sköpuð í mánuðinum í hafinu. Rigningin sem dynur á okkur er erfingi þeirra. Allir þekkja Harvey og Irmu sem gerðu árásá Texas, Flórida og nálægar eyjar nýlega.

Eina jákvæða við þetta er að náttúran sér annars um að losa okkur við þessar einbreiðu brýr, ekki gera stórnmálamenn það. Í dag eru 20 einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls, svartblett í umferðinni. Nú verða þær 19!

Brú yfir Steinavötn var ekki á Samgönguáætlun og svo hefur samgönguráðherra, Jón Gunnarsson vill lækka skatta í kosningaloforðum en setja veggjöld á alla staði. Það er ekkert annað en dulbúin skattheimta sem kemur ósanngjarnt niður. Rukki Jón 300 fyrir hverja einbreiða brú, þá kostar ferðalagið 5.700 kall í aukna skatta.

Bæjaryfirvöld í Ríki Vatnajökuls og hagsmunaðilar í ferðaþjónustinni hafa ekki verið nógu beitt við að krefjast úrbóta. Enda flestir í flokknum. Þeir mættu taka Eyjamenn og Reyknesinga sér til fyrirmyndar.

En hvað geta Skaftelleingar og fólk á jörðinni gert best gert til að minnka áhrif loftslagsbreytinga? Í rannsókn hjá IPO fyrr á árinu kom fram: Til þess að hafa raunveruleg áhrif á loftslagsbreytingar þarf komandi kynslóð að taka upp bíllausan lífsstíl, eignast færri börn, draga úr flugferðum og leggja meiri áherslu mataræði sem byggir á grænmeti. Sá sem neytir fyrst og fremst grænmetisfæðis leggur fjórum sinnum meira af mörkum til minnkunar losunar en sá sem aðeins flokkar og endurvinnur rusl. Þetta eru þær aðferðir sem skila mestu, bæði þegar horft er til losunar og áhrifa á stefnumörkun.

22096204_10212689127376144_2780405253543625020_o

Ég á myndir af hættulegustu stöðum landsins.
Brúin yfir Steinavötn er einn af þeim. Nú löskuð og búið að loka henni. Einbreið 102 m löng, byggð 1964.Loftslagsbreytingar eru orsök úrkomunnar. Öfgar í veðri aukast.


mbl.is Bygging bráðabirgðabrúar hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir viðveru og ferðalög á öræfunum norðan Vatnajökuls hef ég séð miklar breytingar á veðurfari þar á þessari öld. Hlýju úrkomubylgjurnar sem skella síðustu árin á Suðausturlandi, færa með sér miklu meiri úrkomu á svæðinu austan Kreppu en áður var, þar á meðal mun meiri snjókomu á veturnar, sem sést best á Snæfelli og Vestur-Öræfum. 

Áður var svæðið milli Kreppu og Snæfells úrkomuminnsta svæði á landinu, en nú heldur vatnasvið Jökulsár á Fjöllum eitt velli.  

Það vorar fyrr og haustar seinna en áður og þess vegna halda jöklarnir áfram að minnka hratt, þeirra á meðal stærsti skriðjökull landsins, Brúrarjökull, sem ég fylgist grannt með í ferðum mínum til Sauðárflugvallar. 

Flestir geta þegar fundið lausn varðandi minni eldsneytiseyðslu og mengun, jafnvel þótt ekki séu efni á að kaupa rafbíl. 

Mín lausn fólst í rafreiðhjóli og Honda PCX vespuhjóli, sem eyðir margfalt minna en bíll en nær samt þjóðvegahraða og hefur þegar skilað mér um allt land, allt frá Ísafirði til Hornafjarðar í 6600 kílómetra þjóðvegaakstri á fyrsta árinu. 

Hann hefur nú dregist til baka um meira en tólf kílómetra frá hámarkinu fyrir öld, sem jökulöldurnar Sauðárhraukar sýna vel. 

En stuðningsmenn Trumps á Íslandi harðneita þessu og segja, rétt eins og sagt er fyrir vestan, að ég sé ómerkingur úr 101 Reykjavík, rétt eins og nú er sagt við þá sem hafa áttað sig á því hvað á að fara að gera á hálendi Vestfjarða. 

Þeir segja að aðeins innfæddir Vestfirðingar og Austfirðingar hafi vit á þessu, líka þeir sam aldri hafa komið á þessi svæði. 

Þeir hafa sakað veðurfræðing RUV hafa farið með lygar í veðurfréttum sjónvarps um hitastig í Karíbaflóa og þeir fullyrða að hvirfilbyljum hafi fækkað og þeir minnkað!  

Ómar Ragnarsson, 29.9.2017 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233594

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband