6.4.2016 | 16:02
Einbreiðar brýr í Ríki Vatnajökuls - Áhættustjórnun
Ég geri mér grein fyrir að einbreiðu brýrnar 21, verða ekki allar teknar úr umferð strax með því að breikka þær eða byggja nýja en það má efla forvarnir stórlega. Markmiðið hjá okkur öllum hlýtur að vera að enginn slasist eða láti lífið. Takist það þá er það mikið afrek.
Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað gífurlega og ferðast flestir í leigubifreiðum. Slys á ferðamönnum hefur tvöfaldast frá árinu 2008.
Á Páskadag voru um 2.500 bifreiðar við Seljalandsfoss, um 1.000 í Ríki Vatnajökuls og 250 fyrir austan Höfn. - vegagerdin.is
Í samgönguáætlun 2011 segir: Útrýma einbreiðum brúm á vegum með yfir 200 bíla á sólarhring.
En markmið áhættustjórnunar er að ákvarða nauðsynlegar aðgerðir til að fjarlægja, minnka eða stjórna áhættu.
Ógnir
Náttúrulegar
- Ægifegurð í Ríki vatnajökuls - erlendir ferðamenn horfa á landslag og missa einbeitningu
- Niðurbrot byggingarefnis. Meðalaldur einbreiðra brúa í Ríki Vatnajökuls er tæp 50 ár.
- Hálka
- Viðvörunarskylti sjást stundum ekki vegna snjólaga um vetur
- Sól lágt á lofti
- Lélegt skyggni, þoka eða skafrenningur, skyndilega birtist hætta og ekkert svigrúm
- Jarðskjálftar, hitabreytingar, jökulhlaup eða flóð geta skapað hættu
Manngerðar ógnir
- Óreyndir ökumenn, sérstaklega frá Asíu
- Krappar beygjur að brúm
- Umferðarmerkið Einbreið brú - aðeins á íslensku
- Umferðarmerki við einbreiðar brýr séríslensk, aðrar merkingar erlendis
- Brýr stundum á hæsta punkti, ekki sér yfir, blindhæð
- Einbreiðar brýr, svartblettir í umferðinni
- Lélegt viðhald á brúm. Ryðgaðar og sjúskuð vegrið. Ósléttar.
- Hált brúargólf
- Beinir vegakaflar, býður upp á hraðakstur
- Flestir ferðamenn koma akandi frá höfuðborginni og byrja á tvíbreiðum brúm (68 alls) en svo koma slysagildrur, jafnvel dauðagildrur
- Hringvegurinn lokast um langan tíma verði óhapp á brú.
- Litlu eða stuttu brýrnar eru hættulegri en lengri, þær sjást verr, lengri brýrnar gefa meira svigrúm og ökuhraði hefur minnkað
- Lítill áhugi Alþingismanna og ráðherra á öryggismálum á innviðum landsins
Úrbætur
- Draga úr ökuhraða þegar einbreið brú er framundan í tíma
- Hraðamyndavélar.
- Blikkljós á allar brýr, aðeins við fjórar brýr og blikkljós verða að virka allt árið.
- Útbúa umferðarmerki á ensku
- Fjölga umferðamerkum, kröpp vinsri- og hægri beygja, vegur mjókkar.
- Skoða útfærslu á vegriðum
- Fræðsla fyrir erlenda ferðamenn
- Virkja markaðsfólk í ferðaþjónustu, fá það til að ná athygli erlendu ferðamannana á hættunni án þess að hræða það
- Nýta SMS smáskilaboð eða samfélagsmiðla
- Betra viðhald
- Bæta göngubrú norðanmeginn við Jökulsárlón á Breiðarmerkursandi
- Styrkja þarf brýr, sú veikasta, Steinavötn tekur aðeins 20 tonn
Þegar erlend áhættumöt eru lesin, þá hafa brúarsmiðir mestar áhyggjur af hryðjuverkum á brúm en við Íslendingar höfum mestar áhyggjur af erlendum ferðamönnum á einbreiðum brúm. Jarðskjálftar og flóð eru náttúrlegir áhættuþættir en hryðjuverk og erlendir ferðamenn ekki.
Þingmenn í Suðurlandskjördæmi og stjórnarþingmenn verða að taka fljótt á málunum. Einhverjir hafa þó sent fyrirspurnir á Alþingi og ber að þakka það. Auka þarf fjármagn í forvarnir og öryggismál. Arðsemi fjárfestingarinnar (ROI) er mikið.
Útbúin hefur verið síða á facebook með myndum og umsög um allar einbreiðu brýrnar, 21 alls í Ríki Vatnajökuls.
https://www.facebook.com/EinbreidarBryr/
Í haust verður gerð samskonar úttekt áhugamanns um aukið umferðaröryggi. Vonast undirritaður til að jákvæðar breytingar verði í vor og sumar og ekkert slys verði í kjördæminu og landinu öllu. Það er til núllslysamarkmið.
En hafið í huga fræga setningu úr myndinni Schindlers List meðan manngerða Tortóla fárviðrið gengur yfir: "Hver sem bjargar mannslífi bjargar mannkyninu"
Brúin yfir Jökulsárlón á Breiðamerkusandi, hengibrú byggð 1967, 108 m löng, 4,2 m breið og 34 tonna vagnþungi. Mjög mikil áhætta.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Samgöngur, Vísindi og fræði | Breytt 22.7.2016 kl. 14:51 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarfur pistill Sigurpáll.
Það þarf ekki að vera dýrt að gera miklu betur.
Mér hefur alltaf fundist "Einbreið brú" vera skrítin setning. Hví ekki frekar "MJÓ brú"? Stækka skiltið, með rauðum og hvítum áberandi ramma og setja "NARROW bridge" með. Það væri hægt að skipta út öllum skiltunum fyrir sumarið. Yrði örugglega til bóta.
Ragnar Torfi Geirsson (IP-tala skráð) 7.4.2016 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.