Chauvet hellarnir á Íslandi

Sá mjög áhugaverða heimildarmynd um Chauvet hellana í Suður-Frakklandi. Myndin var gerð af Werner Herzog árði 2010.  Hellirinn fannst árið 1994 af Jean-Marie Chauvet og tveim félögum og geymir ómetanlegar dýramyndir sem gerðar voru fyrir 32.000 árum.

ChauvethorsesÞað sem mér fannst áhugavert var að sjá hversu föstum tökum frönsk stjórnvöld hafa tekið á aðgengi að kalkhellinum. En hellarnir eru lokaðir allri umferð í verndunarskyni. Rammgerð hurð er fyrir hellisopinu og mjög strangar reglur um takmarkaða umgengni vísindamanna og tímalengd og tíðni heimsókna. Skófatnaður er sótthreinsaður og búið að gera palla á viðkvæmum stöðum.

Ég fór því að velta því fyrir mér hvernig íslensk stjórnvöld myndu taka á málum ef ég fyndi sambærilegan helli.

Það fyrsta sem núverandi stjórnvöld myndu gera er að stofna nefnd og væntanlega yrði Eyþór Arnalds fengin til að skálda hana. KOM myndi sjá um almannatengsl. Á meðan nefndin væri að störfum myndi vera athugða hvort Engeyingar gætu eignast hellinn eða landið sem hann væri í. Væntanlega myndi menntamálaráðherra fá verkefnið í sínar hendur og hann myndi strax athuga hvort Orka Energy myndi hafa hag af hellinum. 

Ragnheiður Elín atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra myndi fá aðgengismál og þá yrði pælt í náttúrupassa, hvort það myndi virka eða ekki. Á meðan gætu ferða menn gengið um hann að vild.  Notað hellinn sem salerni og gert þarfir sínar þar. Ekki væri splæst í kamar fyrir utan. 

Andri Snær og Björk væru fyrir utan með vikulega blaðamannafundi og segðu þjóðinni og heiminum hversu merkilegt þetta væri og takmarka þyrfti aðgengi. Gætum hellana fyrir komandi kynslóðir.

Loksins þegar Engeyingar væru búnir að eignast hellinn og náttúrupassi kominn, þá myndi koma í ljós að mygla frá andadrætti manna hefði fært ómetanleg listaverk forfeðra okkar í kaf. Svona erum við langt á eftir.  Ósjálfbær stjórnsýsla og spillt.  32 þúsund ára saga hyrfi á altari frjálshyggjunar.

Það var heppilegt að hellarnir fundust á Frakklandi en ekki Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 235893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband