19.5.2007 | 17:09
FÓTÓGRAFÍ
Mætti í dag á opnun ljósmyndagalerísins FÓTÓGRAFÍ, Skólavörðustíg 4a. Þetta er snilldar hugmynd hjá Ara Sigvaldasyni fv. fréttamanni, Stíg Steinþórssyni leikmyndahönnuði, Stefáni Einarssyni grafískum hönnuði og Sigvalda Arasyni. Í ljósmyndagalleríinu eru til sölu ljósmyndir eftir helztu ljósmyndara landsins og ljósmyndabækur. Einnig íhlutir sem byggja á ljósmyndum. Galleríið er vel staðsett "downtown" í hjarta borgarinnar og eiga erlendir ferðamenn eflaust eftir að fjárfesta í íslenskri ljósmyndalist. Einnig eiga margar gjafir til Íslendinga eftir að verða keyptar þar. Galleríið er með smekklega umgjörð og inn af því er lítill sýningarsalur. Þar var sýningin KULDI, einkasýning Ragnars Axelssonar, RAX. Voru fjórar myndir seldar er mig bar að. Það er góð byrjun. Enda er RAX einn bezti ljósmyndari þjóðarinnar. Mánaðarlega verða opnaðar nýjar einkasýningar.
Eins og áður sagði er Galleríið stilhreint og endurspeglast metnaður eigenda í boðskorti sem sent var út en það er negatífa af einni mynd hjá RAX. Brjáðsnjöll hugmynd.
Einnig vakti smekklegur klæðnaður eigenda mikla lukku svo og tónlistaratriði.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:30 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 233596
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.