Borgarklakinn

Fór í annað skipti á Mr. Bean á ferðalagi með Ara litla og Særúnu. Höfðum gaman af. Ara fannst fyrri myndin betri. Særúnu fannst atriðið á veitingahúsinu bezt, þegar Mr. Bean var að snæða bláhumar og skelfisk.

En eitt atriði í myndinni gerist við nýja tákn Frakka,  La Grande Arche de la Défense, sem byggður var í tilefni tvö hundruð ára afmælis frönsku byltingarinnar árið 1989. Þaðan gengur Mr. Bean að gamla Sigurboganum, beina leið.  Á meðan göngu Mr. Bean stóð, þá velti ég fyrir mér táknum Íslands. Hér í borginni er það helzt Hallgrímskirkja. 

En þá fékk ég þá hugmynd á miðri leiðg að við eigum að byggja glæsilegan ísjaka sem hægt er að keyra í gegnum  þegar keyrt er inn í borgina. Síðan er hægt að  hafa ýmis ljós yfir skammdegið. Þetta yrði eflaust eftirtektarvert. Ef borgarbúum finnst þessi hugmynd of svöl fyrir borgina, þá er hægt að setja borgarísjakahliðið upp þar sem Vatnajökulsþjóðgarður byrjar í vestri og sezt í austri.

Væri ekki svalt að aka í gengum þetta hlið! Svo væri hægt að hafa veitingasölu inni í klakanum.

Jaki800

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Bjarni Guðmundsson

Spennandi hugmynd - svo byggjum við bara risastóran kælir til að halda þessu öllu við rétt hitastig og virkjum hverja einustu lækjarsprænu, svo við getum keyrt kælirinn.

Steinarr Bjarni Guðmundsson, 18.5.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Kristín Guðrún Gestsdóttir

Þetta er ekki slæm hugmynd Palli! Við töluðum um að hafa humarklær á Almannaskarðsgöngum þegar maður keyrði inn í göngun, vorum ekki sammála um hvoru megin við ættum að hafa þau... leiðinlegt að keyra út um rassinn...

 En ég hef reglulega verið að lesa hjá þér blogg, virkilega skemmtilegar pælingar...

Bið að heilsa Hönnu og börnum

Kristín Guðrún Gestsdóttir, 20.5.2007 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 100
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 236685

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband