Ice and the Sky ***1/2

Sá þessa áhugaverðu heimildarmynd, Ísinn og himininn (e. Ice and the Sky) um jöklafræðinginn Claude Lorius eftir franska leikstórann Luc Jacquet í Bíó Paradís á föstudaginn en sýningin var í tengslum við Arctic Circle ráðstefnuna. En Lorius og samstarfsmenn unnu frækileg vísindaafrek í kuldanum á Suðurskautslandinu og náðu að lesa hitastig jarðar 800 þúsund ár aftur í tímann með því að bora niður í jökulinn og lesa upplýsingar úr ískjörnum. Frakkar unnu með Bandaríkjamönnum og síðar Sovétmönnum að vísindarannsókum í kalda stríðinu. Friður og vísindi.

Ísinn og himininnÞetta er köld mynd og sýnir hversu mikinn viljastyrk og mikla fróðleiksfýsn Lorius og vísindamennirnir sem unnu með honum höfðu. Mér kom i hug bókin Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman við áhorfið. Vísindamenn að skrá upplýsingar og bora niður í jökulinn meðan pósturinn glímdi við íslenskar heiðar.

Heimildarmyndin er byggð upp með efni sem leiðangursmenn tóku á eigin upptökuvélar og svo er Lorius á sama stað og horfir yfir sviðið, bæði á Suðurskautslandinu og í brenndum skógi. Hann talar ekkert en þulur þylur spekina sem greindarlegt andlit aldna vísindamannsins gefur frá sér.

Maðurinn hefur áhrif allsstaðar og daglegar gjörðir okkar hafa áhrif um allan heim. Líka á Antartíku þar sem aðeins örfáir menn stíga niður fæti.

Eftir sýninguna sagði Jacquet frá gerð myndarinnar og markmiðum hennar. Fræða fólk, sérstaklega unga fólkið. Þegar hann var spurður um hvað almenningur gæti gert til að minnka loftslagsbreytingar svaraði Luc: Almenningur að kjósa umhverfisvænt fólk á þing út um allan heim og fólk þarf að finna hamingjuna í öðru en glæsibifreiðum og flatskjám.

Áhugaverð mynd um loftslagsbreytingar og framlag merkilegs vísindamanns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233594

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband