Orkulausir Manchester-menn

Í febrúar á því góðærisári 2007 fór ég í knattspyrnuferð til London og heimsótti Emirates Stadium.  Boðið var upp á skoðunarferð um hinn glæsilega leikvang.  Þegar búningsklefarnir sem voru glæsilegir og rúmgóðir voru skoðaðir sagði hress leiðsögumaður okkur skemmtilega sögu af leik Arsenal og Manchester United sem hafði farið fram í mánuðinum áður.

Í leikhléi fengu leikmenn Manchester ávallt banana sendingu frá ávaxtafyrirtæki í London.   Snæddu leikmenn þá í leikhléi til að hlaða batteríin.  Svo óheppilega vildi til að birginn tafðist á leiðinni og komst sendingin of seint. Síðari hálfleikur var hafinn.  Leikar voru jafnir í hálfleik.  Rooney kom gestunum yfir í byrjun síðari hálfleiks en tvö mörk í lokin hjá Arsenal frá Robin van Persie (83) og Henry (90) skópu sigur Arsenal.  Runnu leikmenn Manchester út af orku?  En bananarnir voru skildir eftir í búningsklefanum, óhreyfðir.

BananarBananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum. Svo er mjög einfalt að nálgast ávöxtinn, hýðið rennur af. Frábær hönnun hjá náttúrinni.

Í stórleiknum í gær var byrjunin skelfileg hjá Manchester mönnum og var uppskeran 0-3 tap. Skyldi ávaxtabirginn með bananasendinguna hafa komið of seint?  Eða er orsökin sú að í vörn United voru leikmenn, young, small og blind!


mbl.is Arsenal valtaði yfir Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 130
  • Frá upphafi: 236527

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband