Hvannalindir

Lífskraftur er fyrsta orðið sem manni dettur í hug þegar maður sér rústirnar í Hvannalindum en þær eru umkringdar hálendiseyðimörk. Hvílík ofurmenni hafa Fjalla-Eyvindur og Halla verið, að geta lifað veturinn af. En þau söguð sig úr lögum við samfélagið eða samfélagið grimmt við þau.

Hún er athyglisverð fréttin á ruv.is vefnum en Minjastofnun Íslands tók í sumar þrjú bein úr gömlum rústum af vistarverum fólks sem hafðist við í Hvannalindum.

"Kolefnisgreining á beinum sem fundust í Hvannalindum rennir stoðum undir þá kenningu að dularfullur mannabústaður þar hafi verið skjól Fjalla-Eyvindar og Höllu eða annarra útilegumanna sem höfðu sagt sig úr lögum við samfélagið á 18. öld."

Samkvæmt greiningunni séu beinin líklegast frá um 1750 en skekkjumörkin séu 33 ár.

Upplýsingasteinar

Upplýsingasteinar í Hvannalindum

"Hvannalindir eru gróðurvin í um 640 metra hæð undir Lindahrauni í skjóli af Lindafjöllum og Krepputunguhraunum að vestan og Kreppuhrygg að austan."

Rústir

Séð inn í rústirnar. Kristján Eldjárns rannskaði þær sumarið 1941 og taldi þær hafa verið einangraðar með gærum.

Í rústunum fundust, útihúss, mosavaxinn eldiviðarköstur, steinpottur og ausa úr hrossherðablaði. 

Heimildir

Rúv. Bein styrkja tilgátu um bú Fjalla-Eyvindar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 233668

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband